nóvember 29, 2005
Það eru bara nördar og pervertar sem blogga.
Já, nú hafið þið loksins góða ástæðu til að gefa þessari internetbólu annað tækifæri. Síðan er þó ennþá í vinnslu en ég er frekar tjillaður á þessu þar sem ég á víst ekki lengur möguleika á að vinna þessi verðlaun fyrir besta íslenska vefinn í heiminum. Sá að Maple var ekki einu sinni tilnefndur svo það er nú lítið að marka þetta.
Prófin búin í bili og fagnaði ég þeim með því að eyðileggja mannorð mitt og drekka nokkra bjóra í leiðinni. Já, en ég græt það nú ekki að hafa glatað sómatilfinningunni. Það er margt verra en það. Til dæmis Kári í 300 metra bringusundi eftir að hann hætti að raka af sér öll líkamshár sín. Meira um það síðar.
Ég brá mér á kaffibarinn einsog sjá má á myndinni hérna fyrir ofan og sýndi ég gamla takta á dansgólfinu þegar plötusnúðurinn setti 'girl you know its true' með Milli Vanilli á fóninn. Áki tók mynd.
Annars get ég ekki annað en verið sáttur - stærðfræðigreiningin reddaðist bara vel og nýja belle and sebastian í eyrunum. Ætla að blasta hérna nýjum playlista á morgun. Últimeit jóladiskurinn fyrir alla indie krakkana.
Svo er spurning hvort maður setji ekki upp myndasíðuna aftur og einhvað skemmtilegt. Er maður samt ekki bara að bjóða pervisnum Svíjum í heimsókn með svoleiðis hátterni? Æji fokkit.
Lifið heil.
Blöögað þann 29.11.05 21:52 | Kommentar (3)