desember 01, 2005
Tónlist.
Jess. Var víst búinn að tala um henda upp últímeit jóla-alternative playlistann en ég læt það bíða til svona 15. desember. Ég er bara engan veginn kominn í jólagírinn.
Allavega, ég náði í þennan fína flash mp3 spilara og fiktaði aðeins í honum. Ég á ekkert í spilaranum heldur náungi að nafni Jeroen Wijering. Lék mér aðallega með útlitið á honum. Er síðan að spá í að skella upp nýjum playlistum (ó)reglulega í framtíðinni.
Ég ætlaði að hýsa þetta erlendis og var búinn að gera einhvern 18 laga playlista en þar sem lazycomet er drulluhægur gengur það ekki upp. Ekki hægt að hlusta á heilt lag í gegn útaf buffer-rugli. Maður stækkar kannski bara þetta litla pláss sem maður hefur hjá simnet. Jamm, þegar þetta skrifað virkar þessi blessaði spilari bara í firefoxinu hjá mér svo í guðanna bænum - hættið að nota Exploder! En allavega...
***
Þið getið reyndar með smá fyrirhöfn fundið hvar lögin eru plöntuð niður og downloadað þessum þeim inn á diskinn ykkar en mér finnst þetta ágætis prinsipp að hafa þetta bara í gegnum svona spilara þó mörgum þætti betra að downloada þessu bara beint. Hvað um það.
***
Hér er playlistinn.
01. The Long Blondes - Giddy stratospheres
02. Serena Maneesh - Un-Deux
03. Suburban Kids with biblical Names - Parakit
04. Marissa Nadler - Yellow Lights
05. The Embassy - Time's Tight
06. Acid House Kings - Sleeping
07. Her Space Holiday - Japanese Gum
08. Black Valentine - Submarines
09. Black Valentine - The Curse
10. The Legends - He Knows the Sun
11. Springfactory - Stingy Friday Afternoon
-----
Er alls ekki að nenna að koma með einhverja nákvæma útlistun á öllum lögunum. Mæli bara með hlustun.. hér er þó smá info um nokkur þeirra:
[edit: setti að lokum min-upplýsingar um hvern flytjanda.]
01. The Long Blondes - Giddy stratospheres
Alveg ótrúlega flott lag. Ég hreinlega get ekki fengið leið á því og get vart beðið eftir fyrstu plötunni frá þessari sveit.
02. Serena Maneesh - Un-Deux
My Bloody Valentine í dulargervi í Noregi!
03. Marissa Nadler - Yellow Lights
Lag tekið af hinni frábæru plötu "The Saga of Mayflower May". Hún var víst í rock garage bandi þegar hún var yngri. Hvað um það, ég kann vel við hana í Folk fílingnum.
04. Suburban Kids with biblical Names - Parakit
Bjartasta von Svíja. Indie-pop einsog það gerist best og er lagið tekið af fyrstu stóru plötu dúettsins sykursæta og kallast hún #3 (SKWBN hafa áður gefið út tvær ep plötur sem hétu svo mikið sem #1 og #2). Þess má til gamans geta að Peter Gunnarson er einnig í Springfactory sem hlýtur að vera næst bjartasta von svíja ;)
kanntu sænsku? - blöögið þeirra
05. The Embassy - Time's Tight
Meira sænskt pop, fínasta plata. Ég er ekki frá því að söngvarinn sé (raddar)tvífari karlkyns söngvarans í Architecture in Helsinki.
06. Acid House Kings - Sleeping
"...the band wanted to create catchy quality pop {a bit like The Smiths for summer days instead of lonely autumn nights locked up in your room}"
Látið ekki nafnið blekkja, þetta er ekkert Acid House drasl. Ég hef algjörlega fallið fyrir sænska indie-pop kúltúrnum.
07. Her Space Holiday - Japanese Gum
Snilldarlag frá elektró geim-popparanum Marc Bianchi aka 'Her Space Holiday'. Lagið er tekið af 'The Young Machines' (2003). Þarf virkilega að fara hlusta á nýju plötuna!
08. og 09. Black Valentine
Það held ég nú. Þetta þykir mér skemmtilegt.
10. The Legnds - He knows the Sun
Sænskt þema í gangi greinilega. Kann nokkuð vel við nýju plötuna þeirra, þetta er besta lagið.
11. Springfactory - Stingy Friday Afternoon
Sænskur dúett. Lagið er tekið af debjút ep plötu þeirra sem var gefin út á CD-R forminu. Mjög hressandi stöff. Guð blessi internetið.
***
enn og aftur, klikkið HÉR til að hlusta ;)
Æji, fokkit, tímaeyðsla hjá mér? Gemmér endilega feedback varðandi hugsanlegt buffer-vesen eða tónlist. Eða ekki.
Blöögað þann 01.12.05 22:32 | Kommentar (5)