desember 04, 2005
Stjörnuspá fyrir krabbann.
Þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög mikill áhugamaður um stjórnuspár og alla þá speki sem fylgir þessu fyrirbæri. Ég hef nú verið að reyna fyrir mér í þessum efnum en ég hef alltaf skort kjarkinn til að fara með þessar þreyfingar mínar lengra. Þessu ætla ég nú að breyta og hér kemur fyrsta spáin. Hún er fyrir krabbann, en það vill svo skemmtilega til að uppáhaldið ykkar er einmitt stoltur krabbi. Spáin gildir út vikuna:
"Kæri krabbi.
Vinsamlegast haltu þig innandyra næstu vikuna. Eftir ölæði síðustu helgar ertu algjörlega búinn að eyðileggja mannorð þitt enda fórstu út fyrir öll velsæmismörk, bæði hvað varðar dólgslæti og almennan bjánaskap. Ef þú lætur lítið fyrir þér fara er því góður möguleiki á að fólk gleymi atferli þínu um síðustu helgi.
Þér mun ganga illa í viðskiptum og því ráðlegg ég þér að gleyma öllum hugsanlegum fjárfestingum enda mun sennilega enginn taka þér alvarlega á næstunni. Ástarlífið þitt er í molum eftir að þú tókst fugladansinn á hlöðuballi sem endaði með því að féllst á Magna í hljómsveitinni "á móti sól" og öskraðir svo í míkrafóninn að það væri verið að gefa ókeypis sanasól í fjósinu.. um leið og þú klappaðir Magna á kollinum einsog Benny Hill gerði alltaf við sköllótta gaurinn. Gleymdu því öllu innanskólarhöstli næstu vikunar.
Passaðu sérstaklega vel upp á bakið þitt enda ertu alveg hel-aumur í því eftir rútuflugið eftirminnilega. Þú ert í raun bara heppinn að vera ekki búinn að örkumla þig og getur því prísað þig sælan. Haltu þig fjarri öllum vínanda og reyndu yfir höfuð bara að gera þig ekki að meira fífli í bili."
Já, svona hljómar fyrsta stjörnuspáin mín. Hún er nú full neikvæð og en þetta er bara það sem stjörnurnar segja mér. Ekki ljúga stjörnurnar. Það er á hreinu.
Spurning að opna svona spádóms hot-line í sumar og reyna græða einhvað á þessum hæfileikum mínum. Ég vil einnig minna á að það eru um það bil 25.000 Íslendingar í krabbanum svo það kann að vera að þessi spá eigi ekki við alla.
Blöögað þann 04.12.05 22:55 | Kommentar (0)