desember 05, 2005
Brian Jonestown Massacre
Ég vill byrja á að biðja fólk um að taka stjörnuspá minni ekki alvarlega, hvað þá að haga lífi sínu eftir henni. Töluvert hefur borið á brottfalli krabba (þ.e.a.s. einstaklingum í stjörnumerkinu krabbi en ekki krabbadýrinu sjálfu) úr skólum og vinnum í dag og vil ég með engu móti bera ábyrgð á því.
***
Ég get loks talið mig alvöru (þú veist í bolnum) aðdáanda Anton Newcombe og félaga hans í The Brian Jonestown Massacre þar sem mér barst þessi glæsilegi t-bolur í dag. Er ég með þessu jafnframt að styðja við rokklíferni bandsins með nokkrum dollurum. Sagan segir að það sé verið að vinna í því að fá bandið hingað í vor sem verður að teljast hið besta mál.
Já, nú er maður sko fashionable. Vantar bara sprautuna og baugana og þá er maður búinn að mastera heróin lúkkið sem er mjög 'inn' í dag samkvæmt þessum helstu tísku-skríbentum. Ég þyrfti reyndar sennilega að losa mig við nokkur kíló fyrst en það er önnur saga.
Að endingu fordæmi ég öll borðspil og reyndar bara öll spil þar sem leikur vinnst með teningakasti. Ég hef alltaf verið óheppinn með tenginga og mun sennilega alltaf vera óheppinn í þessu. Ég veit, ég veit - þetta á allt að vera spurning um líkindi og líkindafræði - ég missti hins vegar trúnna á líkindafræðinni um leið og ég kastaði mínum fyrstu teningum. Ég vil þó óska Ingunni og Bjarna BCK Zolid til hamingju með sigurinn. Fyllilega óverðskuldaður sigur... en sigur engu að síður.
***
Þetta var fyrsta ómerkilega blöögið (af vonandi mörgum) sem prýðir þessa ágætu (og jafnframt tilgangslausu) síðu.
Lifið heil.
Blöögað þann 05.12.05 16:04 | Kommentar (4)