pleijlisti Take Me Home!! um mig

desember 06, 2005

Tónlist pt. Tveir.

Kominn með smá auka hýsingu svo ég skellti bara fleiri lögum í spilara júnítið. Aight.

Hlustið HÉR!. Jamm og þetta er allt innanlands.

***

01. The Long Blondes - Giddy stratospheres
02. Serena Maneesh - Un-Deux
03. Suburban Kids with biblical Names - Parakit
04. Marissa Nadler - Yellow Lights
05. The Embassy - Time's Tight
06. Acid House Kings - Sleeping
07. Her Space Holiday - Japanese Gum
08. Black Valentine - Submarines
09. Black Valentine - The Curse
10. The Legends - He Knows the Sun
11. Springfactory - Stingy Friday Afternoon
12. The Elected - Sun, Sun, Sun
13. Tom Vek - C-C (You Set The Fire In Me)
14. Odd Nosdam - 11th ave. freakout pt. 2 (feat. Mike Patton)
15. Animal Collective - Grass
16. Sparrow - Late Last Night
17. Belle and Sebastian - We Are the Sleepyheads
18. BC Camplight - Blood And Peanut Butter
19. Wolf Parade - Grounds For Divorce

***

12. The Elected - Sun, Sun, Sun
the elected
Ný plata frá the elected væntanleg og er hún bara alveg helvíti fín! Platan heitir svo mikið sem 'Sun, sun, sun'. Ég sakna reyndar soldið elektró áhrifa frumraunar sveitarinnar, 'Me First', en þessi plata er heilsteyptari og er einfaldlega bara betri. Sannfærði mig algjörlega um að Blake Sennett sé mesti talentinn í Rio Kiley. Þetta er að mínu mati betra en nýja sóló dótið frá Jenny Lewis.
Allavega... Henti inn titillagi plötunnar - 'sun, sun, sun'.

13. Tom Vek - C-C (You Set The Fire In Me)
Lagið er tekið af skemmtilegri plötu sem kom út á árinu - We Have Sound. Veit voða lítið um þennan gaur - 24 ára, lundúnabúi, multi-instrumentalist og bara með helvíti flotta frumraun.

14. Odd Nosdam - 11th ave. freakout pt. 2 (feat. Mike Patton)
odd nosdam
Odd Nosdam úr Anticon kom með alveg massífa plötu á árinu - Burner. Þetta lag er frábært. Ohio, aiight.

15. Animal Collective - Grass
'Feels' fer á topp 5 listann minn yfir bestu plötur þessa árs. Held ég þurfi ekki að hafa þetta lengra hér.

16. Sparrow - Late Last Night
Ágætis stöff sem kom út á árinu með tríóinu Sparrow (inniheldur m.a. Jason Zumpano, fyrrum trommuleikara Zumpano). Katsjí popp en platan sjálf þykir mér svolítið einhæf og þreytt.

17. Belle and Sebastian - We Are the Sleepyheads
Já! Það held ég. Nappaði nýju Belle and Sebastian plötunni (sem er reyndar ekki alveg kominn út ennþá, en hvað um það). Hún kallast 'The Life Pursuit' og er alveg æðisleg. Það verður klárlega fjárfest í henni þegar hún kemur svo loks út. Hér er skemmtilegt lag.

18. BC Camplight - Blood And Peanut Butter
Heyrði fyrst af BC Camplight fyrir um það bil 3 vikum í 75minutes podcastinu. Þetta er víst hugarfóstur Brian Christinzio og lofar debjút platan hans, 'Hide, Run Away', sem kom út á One Little Indian mjög góðu.

“I was never the cool kid, but the cool kids liked me”, says Christinzio who through most of his life has been a walking dichotomy. Captain of his High School football team and tenor in the traveling choir. Soft spoken and an amateur boxer. Shy but commanding on stage. But it was a bout with mental illness in his early twenties that would change his outlook on life completely.

Dedicating himself to his craft, and never one to set modest goals, Christinzio was on a mission to make a “perfect pop record”. “I realized that I didn’t care if I or the music fit in, so I wanted to make a record that didn't take itself too seriously and was free of all the silly pretension that’s so hard to avoid in music today. I wanted to change the way people felt, not the way they dressed”. From his heart tugging compositions to his boisterously upbeat, synth-driven dancers, it’s tough not to “feel” BC Camplight.

19. Wolf Parade - Grounds For Divorce
wolf parade
Tekið af 'Apologies to the Queen Mary'. Klár topp 5 kandídat. Vona þetta sé ekki nýtt fyrir neinum ;)
Guð Blessi Kanada.

***

Ef þið hafið skoðað spilarann áður og þið sjáið ekki nýju lögin þá er málið bara að xml playlistinn hefur ekki uppfærst á browsernum ykkar.

***

Nýja Strokes platan lak á netið um daginn og hef ég hlustað nokkuð mikið á hana. Vonbrigðin eru töluverð enda væntingarnar mínar í samanburði við háa standardinn sem þeir hafa sett með fyrri plötum sínum. Ég þarf þó að gefa henni meiri hlustun og tíma en þetta er ekki að gera sig hjá mér enn sem komið er.. eins mikið og sveitin er nú í uppáhaldi. Ætla þó að bíða eftir eiginlegri útgáfu enda ýmislegt varhugavert við svona "net-lekanda". Ég á vonandi bara eftir að éta þessi orð mín í febrúar (held að útgáfudagur sé í feb) og verður það þá ekki í fyrsta skiptið - t.d. fílaði ég Antics, meistarastykki Interpol, ekkert alltof vel við fyrstu hlustanir.. eins ótrúlega og það kann að hljóma. Skoðanir fólks á nýju plötunni sem ég rakst á á netinu eru æði misjöfn - fólk virðist flest annað hvort rífa þessa plötu í sig eða alveg þveröfugt. Þetta er svona.

Farinn að læra..

Blöögað þann 06.12.05 00:12 | Kommentar (7)