desember 09, 2005
Mamma þín er money.
Nokkrir punktar sem vert er að skoða:
Aldrei þessu vant verður helginni varið í rólegheit og rómantík með sjálfum mér. Kertaljós og rósabað. Búinn að gera mash-up af best-of plötum Michael Boltons og Kenny G svo þetta er alveg solid. Það toppar enginn Kenny boy. Það er ekki að ástæðulausu að ég íhugaði vandlega að setja í mig permanett þegar ég fór síðast í klippingu. Beilaði á síðustu stundu enda búum við í fordómafullu samfélagi. Eða ekki.
***
Sendi samúðarkveðju til allra Man. Utd. stuðningsmanna. Ég hef miklar áhyggjur af okkar liði. Meira að segja Liverpool stuðningsmenn hlægja að okkur. Og við vitum jú öll hvað þeir eru sorglegir.
***
Nýja Belle and Sebastian er moneyið maður. Já, þetta er sko money. You're my funny little frog.
***
Ég hef áhyggjur af hversu óhátíðlega ég tek mig hérna á þessu blöögi. Ég fer mjög frjálslega með sannleikann og legg ekki nægan metnað í að byggja upp góðan orðstír. Það eru nú ekki margir sem kunna á þetta internet og þeir örfáu hljóta nú bara að fatta fúttið hérna. Þetta er money.
***
Það kom bara ein athugasemd (áki, þú ert stálið) við uppfærða playlistann. Ég trúi ekki að þið hafið ekki allavega tjékkað á þessu? Uss. Þetta er ekki money.
***
Var að skoða myndir frá vísindaferðinni í tern og svo af hlöðuballinu. Það er ástæða fyrir því að ég hef alltaf verið á móti þessu apatóli (þ.e.a.s. myndavélinni) og bölvað Joseph Niepce eftir hverja einustu helgi. Ekki nóg með að speglast illa þá myndast ég líka mjög illa. Ljósmyndarar afsakið orð mín.
***
Ég hef loksins eignast klúran sms stalker... sem verður að teljast heilsusamlegt - Þetta gæti nú fræðilega verið einhver fææjæn gella... sem er reyndar ólíklegt þegar ég fer að spá í því. Mig grunar óheyrilega eldriborgarann sem ég fór á trúnó með um síðustu helgi á mini-golf vellinum fyrir utan dvalarheimili aldraðra sjómanna. Ég man nú ekki hvernig ég komst þangað en það hefur sennilega einhvað með þetta hlöðuball að gera. Ég legg allavega til að viðkomandi sendi þessu klúru smáskilaboð úr númeri sem ég get svarað. Þetta er afar getnaðarlegt. Með þessu áframhaldi gæti draumur móður minnar loks ræst - þ.e.a.s að ég flytji út og þau gömlu geti innréttað kjallarann sem diskó-keilusal.
***
Ætli ég reyni ekki að slá í gegn og halda marg umtalað jólaglöög hüt. Þetta verður þá að vera money. Ekkert rugl. Vantar uppástungur með dagsetningu og heiðursgest (helst jennifer lopez). Ég hef aðeins fáeinar kröfur sem gestgjafi:
- að gestir mæti með bindi
- að gestir mæti með Kirsten Dunst
- að gestir mæti í gríðarlegu stuði
Ef þessum kröfum verður mætt verður þetta alveg money.
Lifið heil og guð blessi prófin.
Blöögað þann 09.12.05 21:51 | Kommentar (14)