pleijlisti Take Me Home!! um mig

desember 31, 2005

Tónlisti...

Held að það sé ágætt að henda inn smá tónlist. Held að fólk sé löngu komið með leið á þessum jólalögum og því kemur hér ferskt update á tónlistanum. Grunar að það verði soldið langt í næstu færslu.

01. Islands - Rough Gem
02. Dengue Fever - Escape from Dragon House
03. Love Is All - Felt Tip
04. Electric President - Good Morning, Hypocrite
05. Ms. John Soda - Hands
06. Masha Qrella - Unsolved Remained
07. Pornopop - Centre
08. Rogue Wave - Are You on My Side
09. Why? - Sanddollars
10. Deerhoof - Running Thoughts
11. Jim Noir - Computer Song
12. Jim Noir - My Patch
13. Ég - Minneapolis 92%
14. Gnarls Barkley - Crazy
15. Architecture In Helsinki - Wishbone
16. The Delgados - Sink or Swim
17. Plat - Ástand (Dualism)

Endilega tjékkið á þessum indæla playlista hér!

******

01. Islands - Rough Gem
Hressandi indie pop lag sem tekið er af debjút plötu kanadísku sveitarinnar Islands, "Return To The Sea", sem kemur út fljótlega á næsta ári. Þetta er band sem Nick og Jaime úr The Unicorns stofnuðu og hefur verið duglegt við að spila og m.a. hitað upp fyrir Arcade Fire og Beck. Ég er ekki alveg búinn að ná melta þessa plötu nógu mikið. Mun rólegra en gamla Unicorns stöffið og ef til vill ekki jafn catchy en þetta lofar samt sem áður góðu...

02. Dengue Fever - Escape from Dragon House
Jamm, Dengue Fever er skemmtileg hljómsveit sem heitir í höfuðið á óskemmtilegri veiki. Hér er titillagið af plötu þeirra Escape from Dragon House sem kom út á árinu sem er að líða. Kambódíska poppstjarnan Chhom Nimol fer fyrir þessari sérkennilegu LA rokksveit og syngur ýmist á ensku eða hennar móðurmálið 'Khmer' sem ég veit ekki hvernig myndi íslenskast. Hágæða rokk-heimsmúsík.

03. Love is All - Felt Tip
Hjalti benti mér á þetta band. Áfram halda Svíjar að færa okkur ferskt og gott stöff. Tekið af plötunni "9 Times That Same Song" sem ég mæli sérstaklega með. Held meira að segja að pitchforkarmenn hafi lofað þetta band í hástert.

04. Electric President - Good Morning, Hypocrite
Veit alltof lítið um þetta band. Plata væntanleg snemma á næsta ári og er þar úrvals elektró-krútt-pop á ferðinni. Leiðist nú allar svona samlíkingar en ef þið fílið Postal Service er þetta einhvað sem þið ættuð endilega að tjékka á.

05. Ms. John Soda - Hands
ms. john soda
Í mars á næsta ári kemur út platan "Notes and the like" með þýsku elektró-poppurunum í Ms. John Soda. Er ég svo heppinn að hafa hlustað á prómóskífuna og hljómar hún mjög vel - rökrétt framhald af 'No P. or D'. 2006 verður feitt ár fyrir Morr Music - B. Fleiscmann, Electric President og nú þetta. Amen.

06. Masha Qrella - Unsolved Remained
Held mig við Morr Music. Í febrúar á þessu ári kom út fín plata með Masha Qrella. Hér er titillag plötunnar.

07. Pornopop - Centre
Já, þetta er nú bara í tilefni þess að landsins myndarlegasti Ágúst hefur heiðrar Íslendinga með nærveru sinni og eru upptökur á nýju stöffi víst að komast í góðan gír. Diskurinn er ófáanlegur í dag en þessir gaurar eru frekar miklir suckerar svo ég get eflaust brennt fyrir ykkur diskinn ef þið hafið áhuga. Lofið bara að segja ekkert.

08. Rogue Wave - Publish my Love
Tekið af 'Descended Like Vultures'. Frábært indie-pop! Mæli einnig með frumraun sveitarinnar 'Out of the Shadows'.

09. Why? - Sanddollars
Why? úr anticon. Crossóver milli hip hops og folks tónlistar? Veit nú ekki alveg með það en þetta er stórfínt og 'Elephant Eye Lash' platan mikið spiluð hjá mér árinu.

"Why? is hip-hop artist Jonathan Wolf, also known as Yoni. He was born in Cincinnati, Ohio. In the summer before his first year at High School, Wolf discovered an old 4-track in his father's synagogue and began to experiment musically. Forays into rapping, drumming, poetry, plus a serious interest in art followed."

10. Deerhoof - Running Thoughts
deerhoof
Tekið af plötunni The Runners Four og var sú plata ein sú allra besta á árinu. Rokk á ystu nöf.. tær snilld sem dass af frábærum lagasmíðum og tilraunakenndar fléttum. Nóg um það.

11. Jim Noir - Computer Song og
12. Jim Noir - My Path
Flottasti óður til tölvu (eða hvað?) sem ég hef heyrt. Nýja 'EP Safnplatan' hans, 'Tower of Love' er frábær! Mæli sérstaklega með að fólk kynni sér meira með þessum. Henti inn tveimur lögum.

13. Ég - Minneapolis 92%
Þetta lag er tekið af fyrstu plötu Ég sem hét því skemmtilega nafni 'Skemmtileg Lög'. Ég verð að fara kaupa nýju plötuna þeirra. Fékk reyndar í hendurnar á síðasta ári skrifaðan disk sem hét 'Platan sem enginn keypti' og innihélt hún megnið af lögunum sem prýða nýja diskinn og miðað við þá skífu hlýtur diskurinn að vera helvíti solid. Hljómsveitin Ég er að mínu mati eitt allra skemmtilegasta rokkbandið á Íslandi í dag. Mín fyrstu kynni af sveitinni (eða þá 'for-sveit' Ég) var hrá upptaka á DAT teipi og kölluðu þeir sig þá Kókóhundana eða einhvað álíka, mjög hressandi. Þeir fá einnig massíft respect fyrir að hafa spilað í brúðkaupi Gústa og Önnu.

14. Gnarls Barkley - Crazy
Þetta er lag er ótrúlega flott. Gnarls Barkley er samstarfsverkefni Cee-Lo og Dangermouse. Það segir sig bara sjálft að þegar þessir menn koma saman hlýtur útkoman að vera eintóm snilld. Get ekki beðið eftir að platan komi út!

15. Architecture in Helsinki - Wishbone
Skemmtilegustu tónleikar á árinu og skemmtilegasta lag ársins.

16. The Delgados - Sink or Swim
Tók upp á því að hlusta mikið á plötur Delgados í prófunum. Sem er kannski ekkert alltof gott því ég kann vel við þetta band. Ég tengi nefnilega oft ósjálfsrátt lög við einhverja atburði eða tímabil í lífi mínu og próf hafa aldrei verið í miklu uppáhaldi.

17. Plat - Ástand (Dualism)
plat
Band sem er einsog mörg önnur neðanjarðarbönd á Íslandi stærra erlendis en hérna heima. Hef alltof oft misst af tónleikum með þeim og fæ vonandi tækifæri til að breyta því á næsta ári. Lagið er tekið af 'Compulsion' sem ég held að hafi alveg örugglega komið út hérna heima árið 2004. Sá hana þó á lista yfir bestu plötur ársins í morgun hjá mogganum svo ég gæti verið að rugla.. en nóg um það. Mæli eindregið með þessum grip.

******

Hlustið hér!. Jamm og þetta er allt innanlands.

Og takk fyrir árið sem er að líða!

Blöögað þann 31.12.05 15:53 | Kommentar (8)