pleijlisti Take Me Home!! um mig

janúar 23, 2006

1-0 (Franz Kafka 90')

Afsakið letina í mér... en eftir að ég og Áki stofnuðum hljómsveit (já, það er rétt - mjög líkleg heimsfrægð eftir cirka eitt ár. Þá getiði montað ykkur á að þekkja mig og jafnvel hösstlað út á það) hefur flest gengið á afturfótunum. Reyndar getur ýmislegt gengið á afturfótunum - til dæmis hestur sem getur gengið uppréttur. Í raun og veru göngum við mannfólkið á afturfótunum.. þannig séð. En já, allavega.. þá hafa hlutirnir farið að ganga á afturfótunum. Hrokinn við þá tilhugsun að vera tónlistarmaður er farinn að stíga okkur til höfuðs og nú um helgina gerðist sá leiðindaratburður að okkur var hent út af Kaffibarnum. Jú, Það atvikaðist þannig að ofurölvaður Áki hrifsaði míkrafóninn af plötusnúðinum og sagðist nauðsynlega þurfa syngja lag sem hann var nýbúinn að semja (nánar tiltekið: 10 mínútum áður á klósettinu). Það heppnaðist ekki betur en svo að Áki rak míkrafóninn beint í höfuð snúðsins með þeim skelfilegu afleiðingum að snúðurinn rotaðist og lág kylliflatur á gólfinu. Ég reyndi að bjarga málunum fyrir greyið Áka sem var orðinn blár í framan af hræðslu og fór ég því að reyna blása meðvitund aftur í snúðinn með hinni þekktu munn-í-munn blásturaðferð sem David Hasselhoff beitti svo oft með góðum árangri í Baywatch. Til að gera langa sögu stutta uppskar ég fyrir vikið ákæru fyrir kynferðislegt áreiti og glæsilega frunsu frá snúðinum. Það ætti því að vera öllum ljóst að ég hef góða ástæðu fyrir að hafa ekki skrifað neitt hérna í 3 vikur.

*****

Allavega, ég ákvað að skella inn nýjum playlista í tilefni dagsins. Hálfgerð fljótfærni í mér við val og lítið um nýtt stöff .. bara blanda af hinu og þessu. Annars hefur simnet svæðið mitt verið að taka upp á því leggjast á hliðina upp á síðkastið en ég vona að þetta lagist allt saman.

01. Stars - Your ex-lover is dead
02. Stars - Elevator Love Letter
03. Casiotone For The Painfully Alone - Young Shields
04. New Buffalo - I've got you and you've got me
05. Final Fantasy - This Is The Dream Of Win And Regine
06. Kanda - List
07. dEUS - Nothing Really Ends
08. PAS/CAL - The Sands
09. PAS/CAL - The Handbag Memoirs
10. Of Montreal - Requiem for o.m.m.2
11. The Kinks - Shangri-La
12. Cindy Wheeler - New York Avenue Playground
13. Bertrand Burgalat - Paola
14. Mice Parade - Shalom
15. Jimi Tenor - My Mind
16. The Free Design - Kites Are Fun (Mellow Mix)
17. Beach Boys - Forever

Hlusta hér! (pop-up)

*****

01. Stars - Your ex-lover is dead
02. Stars - Elevator Love letter

Hef verið að hlusta töluvert á Stars upp á síðkastið. Varð ekkert svo rosalega hrifinn þegar ég heyrði "set yourself on fire" plötuna fyrst á sínum tíma en gaf henni loks annan séns um daginn (sem betur fer) og botna ég nú ekkert í af hverju þetta fór svona illa í mig forðum daga. Fínasta plata. Your ex-lover is dead er tekið af 'set yourself on fire' en elevator love letter af plötunni 'heart'.

03. Casiotone For The Painfully Alone - Young Shields
casiooootone
Fjórða plata Casiotone for the painfully alone, Etiquette, kemur út á næstunni og ég 'stalst' til að hlusta á hana enda lengi verið veikur fyrir þessu sérstaka bandi. Held þetta sé barasta þeirra besta plata hingað til!

04. New Buffalo - I've got you and you've got me
Las fyrst um þetta band hjá dr. gunna og var ekki lengi að verða mér út um plötu þeirra. Nokkuð flott dót.

05. Final Fantasy - This Is The Dream Of Win And Regine
Final Fantasy er hugarfóstur Owens Pallett og hef ég heyrt að tónleikar Final Fantasy séu hreint magnaðir. Veit sjálfur afar takmarkað um bandið en ég er engu að síður mjög hrifinn af frumraun sveitarinnar, Has A Good Home, sem kom út á síðasta ári. Flottar útsetningar með tilheyrandi strengjabrjálæði. Hvað er þetta annars með Kanada og alla þá gæða tónlist sem flæðir þaðan?

"Final Fantasy songs are all about ghosts, romance, cooking, fantasy fiction and guilt. Final Fantasy, the band, is named in humble tribute to Final Fantasy--the game. Lawsuits have not yet arisen, but when they do, you'll be the first to know. Final Fantasy, to us, is a great amalgam of capitalism, swords, melodrama and Japan."

06. Kanda - List
kanda
Þessi mynd segir eiginlega meira en flest orð. Gáfu út nokkuð vel heppnaða debjút plötu í fyrra - 'All the Good Meetings are Taken'. Svosem ekkert nýtt á ferðinni en krútt er víst fútt.

"Kanda's sound is a dose of pure sweet-ass electro-pop goodness. Backed by their trusty laptop and blessed with an ear for brilliantly catchy indie songcraft, the Portland-based duo are poised to rule your heart, ears and iPod."



07. dEUS - Nothing Really Ends
Frábærar fréttir að belgísku snillingarnir í dEUS séu að fara halda tónleika hér á landi á árinu. Þetta er með betri lögum af nýju plötunni.



08. PAS/CAL - The Sands
09. PAS/CAL - The Handbag Memoirs

pas/cal
Þetta er frábært band - 'Oh Honey, We're Ridiculous' ep-inn sem kom út árið 2004 lofar allavega stórgóðu. Veit ekki hvenær þessi blessaða breiðskífa ætlar loksins að koma út en þá verður vonandi mikil gleði.



10. Of Montreal - Requiem for o.m.m.2
Andri Sig - Ég skal með glöðu geði taka Kevin Barnes og of Montreal fyrir á hinni margrómuðu tónlistarnördasamkomu við tækifæri :)



11. The Kinks - Shangri-La
Ray Davies að koma aftur til að spila. Af því tilefni fær eitt af mínum uppáhalds Kinks lögum að fljóta með. (2:50) kaflinn er einum of svalur. Epískt sjitt.



13. Bertrand Burgalat - Paola
Meistari Bertrand Burgalat kom með plötu á síðasta ári sem mig grunar að hafi (því miður) farið hljóðlega framhjá flestum. Mæli með fólk kynni sér verk hans.

Hlutlægt kvót : "Tapping into the glamorous easy-listening groove of the 60s and mixing it with electro beats, Bertrand Burgalat has established a reputation as an avant-garde pioneer. The multi-talented Burgalat, whose inspiration ranges from the classical compositions of Ravel to the early electronica of Kraftwerk, has worked as an arranger, composer, producer, soundtrack writer and remixer. But one thing's for sure, whatever Burgalat's doing, you'll always find him at the cutting-edge!".

14. Mice Parade - Shalom
Gamalt en gott. Þetta hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér - það er bara einhvað við þetta lag, man þegar ég heyrði þetta í fyrsta skipti eftir einhvað langt laugardagskvöld og þetta greip mig algjörlega.



15. Jimi Tenor - My Mind
jimi tenor
Fjárfesti í glæsilegum gleraugum um daginn og varð hugsað til Jimi Tenors enda er hann mikill smekksmaður þegar kemur að útliti. Varð einnig svo heppinn að fá í hendurnar allar Jimi Tenor plöturnar á einu bretti - My Mind er tekið af þeirri plötu sem er hvað mest í uppáhaldi hjá mér - 'Organism' frá 1999.



16. The Free Design - Kites Are Fun (Mellow Mix)
"The commercial failure of the Free Design remains one of the most baffling mysteries in the annals of pop music -- with their exquisitely celestial harmonies, lighter-than-air melodies and blissful arrangements, the group's records were on par with the work of superstar contemporaries like the Beach Boys, the Association and the Cowsills, yet none of their singles even cracked the Hot 100."

Þetta segir eiginlega allt sem segja þarf um snilli Free Design. Í fyrra kom út hin frábæra plata 'free design - the now sound redesigned' þar sem vel valin Free Design lög eru tekin og remixuð/endurgerð. Meðal tónlistarmanna sem sjá um mixin eru DJ Dangermouse/Murs, Stereolab/The High Llamas, Madlib, Chris Geddes úr Belle and Sebastian og Super Furry Animals svo einhverjir séu nefndir. Henti inn flottu Mellow mix-i af laginu Kites are Fun.



17. Beach Boys - Forever
Eitt af mínum uppáhalds Beach Boys lögum og það sem kemur kannski mest á óvart er að lagið var samið af Dennis Wilson. Dennis var í upphafi gerður að trommuleikara Beach Boys sökum skorts á tónlistarhæfileikum [innskot: haha, ehh.. og þetta á alls ekki að vera neitt diss á trommuleikara!] en það sannaðist síðar meir að Dennis Wilson reyndist vera mjög hæfileikaríkur lagahöfundur og gaf m.a. út sólóskífuna 'Pacific Ocean Blue' sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Dennis drukknaði 39 ára gamall og var jafnframt eini alvöru surfarinn í bandinu. Lagið er tekið af remasteraði útgáfu af Sunflower.

*****

Þið getið líka prufað að klikka hér!. Jamm og þetta er allt innanlands.

p.s. Ég geri mér grein fyrir því að jólin eru búin - ég bara nenni hvorki að henda upp einhverju almennilegu útliti né breyta hausnum á síðunni :)

p.s.p.s. Ég fór nokkuð frjálslega með sannleikann hér framar í færslunni.

p.s.p.s.p.s. Heyrði að partí aldarinnar (OK, allavega partí mánaðarins) yrði haldið í Kópavogi um næsti helgi. Ég er því búinn að vera á fullu að semja nýja dansa og má segja að það verði hálfgert cha-cha-cha þema í þetta skiptið. Allavega gott krossóver á milli cha-cha-cha og rúmbu.

Blöögað þann 23.01.06 00:01 | Kommentar (14)