janúar 26, 2006
))<>((.. forever.
Ég sá alveg frábæra mynd um daginn - Me and You and Everyone We Know. Einstaklega hjartnæm og góð mynd. Myndin er eflaust ekki allra enda eilítið óhefðbundin ef svo má að orði komast. Michael Andrews sá um soundtrackið sem var ótrúlega vel heppnað.
Me and You and Everyone We Know.
"Hi, I'm feeling too old to drive".
***
Ég er mjög líklega að fara í vísindaferð (eða vísundaferð einsog einhverjir kalla þessar ferðir) hingað á morgun. Það er því ekki ólíklegt að ég endi eiturhress niðrí bæ. Talandi um miðbæinn - það er orðið hálf vandræðalegt hversu oft það er gerist að ókunnugt fólk, þ.e. íslenskt fólk, fer að tala við mig á ensku af fyrra bragði á skemmtistöðum borgarinnar. Þetta er reyndar dálítið kómískt enda er ekki einsog ég hafi einhvern útlenskan brag yfir mér - held ég sé nú bara þessi venjulegi Íslendingur.. í besta falli skrítinn Íslendingur. Reyndar leiðrétti ég sjaldan viðkomandi einstaklinga og svara bara á ensku. Sem er náttúrulega frámunalega rangt en engu að síður nokkuð skemmtilegt.
Ég vona allavega að ég hitti sem flesta annað kvöld - annars þá bara í ammælinu í kóp á Laugardag.
Það er reyndar mjög freistandi að fara á þetta nörda-skákpartí byggingaverkfræðinema (og þetta með skákið er víst ekkert djók) og sjá dj Hlyn þeyta skífum einsog honum einum er lagið. Ég skil nú ekkert í því af hverju dj áras, áras, áras var ekki fenginn til að hita upp fyrir maple. Það er böst.
***
Þar sem ég var nú gestgjafinn á jólaglöögi hütm'fck's tel ég hyggilegt að árshátíðin verði haldin annars staðar enda hljóta flestir að vera orðnir þreyttir á ace-of-basementinu. Ef enginn getur hins vegar gerst hýsill fyrir drykkfellda bögurbósa mun ég líklegast þá taka það hlutverk að mér. Ég bind þó miklar vonir við Jonna enda ár og aldir síðan maður kom síðast í Brekkugerðið - týndu götu Reykjavíkur.
***
Er einhver enn að hlusta á þennan playlista? Spurning hvort maður eigi að fara henda inn einhverju nýju? Vikulega? Tveggja vikna fresti? Aldrei?
Jamm og já, þessu tengt - þakka fyrir fínasta hitting í gær! Ekki nördalegt, heldur hipp og kúl.
Blöögað þann 26.01.06 23:58 | Kommentar (6)