pleijlisti Take Me Home!! um mig

janúar 31, 2006

Andvarp.

Æji, Er einhvað eirðarlaus og svona. Ákvað að skella inn nýjum lista. Blanda af hinu og þessu. Sé til hvað ég nenni að blaðra mikið um hvert lag. Endilega komið með smá feedback á þetta ef þið nennið.

01. Kings of Convenience - I'd Rather Dance With You
02. The Harlem Shakes - Sickos
03. Aberfeldy - Young Forever
04. The Knife - Marble House
05. Whitey - Non Stop
06. Xiu Xiu - Crank Heart
07. Yo La Tengo - Autumn Sweater
08. Justice vs Simian - Never be Alone
09. Mystery Jets - You Can't Fool Me Dennis (Justice remix)
10. Fischerspooner - Happy
11. The Rapture - House of Jealous Lovers
12. Arctic Monkeys - Riot Van
13. Spiritualized - The Straight and Narrow
14. Beulah - If we can land on the Moon, Surely I can win your Heart
15. Elliott Smith - Twilight
16. The Smiths - Please, please, please, let me get what I want
17. The Earlimart - Hold on Slow Down
18. Stina Nordenstam - Keen Yellow Planet
19. Stina Nordenstam - So this is Goodbye

Hlusta hér! (pop-up)

***


01. Kings of Convenience - I'd Rather Dance With You
Sá myndbandið við þetta lag um daginn (sem er jú alveg frábært) og datt aftur í 'Riot On An Empty Street' plötuna. Þetta lag er alveg stórkostlega hressandi.

02. The Harlem Shakes - Sickos
Mjög grípandi lag frá Harlem Shakes. Ég var engan veginn að fíla þessa mjög sérstöku rödd söngvarans í fyrstu en eftir nokkrar hlustanir fór hún að vinna rosalega á og tjaa.. það er bara ekkert að því að syngja einsog hás útgáfa af Kermit í Muppet Show :)

03. Aberfeldy - Young Forever
Titillagið af plötu Aberfeldy frá árinu 2004. Frábær plata sem var mikið spiluð á sínum tíma.

04. The Knife - Marble House (feat. jay jay johanson)
The Knife að fara koma með nýja plötu (Silent Shout) og er lagið Marble House tekið af henni. Jay Jay Johanson er gaur sem ég elska að hata að elska. Ástsjúkur og dapur svíji sem virðist einhverra hluta vegna koma sér aftur og aftur í spilarann hjá mér. Elektrónískur ástarsöngur.

...

08. Justice vs Simian - Never be Alone
Þetta lag er bara svo brjálað að ég veit ekki hvað. Franska dúóið Justice er þvílíkt að slá í gegn hjá mér þessa dagana. Þeir gerðu þetta remix fyrir einhverja Simian remix keppni (sem þeir reyndar töpuðu). Ég veit ekki með ykkur en ég fer allavega allur á ið við að heyra þetta - kallið mig svo indie haus! Þetta er anthem frá helvíti! Ef Maple and Nephew setja þetta ekki á næsta set-lista þá skvetti ég volgum bjór yfir þá.

09. Mystery Jets - You Can't Fool Me Dennis (Justice Remix)
Fór fyrst að tjékka á Mystery Jets þegar Andri minntist á að vera kannski að fara á tónleika með þeim í London síðasta haust. Þeir hafa ekki gefið út neina stóra plötu en þessi ep-ar sem ég hef heyrt lofa góðu. Þetta Justice remix af 'You can't fool me dennis' er alveg frábært. Það held ég nú!

10. Fischerspooner - Happy
Jamm, elektró-klash í húsinu! Odyssey platan fór einhvað ílla í marga. Þetta þykir mér allavega mjög hressandi.

11. The Rapture - House of Jealous Lovers
Ég gaf mínum elskulega bróður m.a. rapture diskinn í ammælis gjöf árið 2003. Rippaði honum svo fljótlega (lesist: næsta dag) og fór diskurinn vart úr eyrunum næstu vikunar. Heyrði þetta lag svo um þar-síðustu-helgi niðrí bæ (lesist: kaffibarinn) og já.. þetta er einfaldlega helber truflun. Ég veit ekki hvað maður getur svosem annað sagt. Ég hef ósjaldan bölvað því að hafa misst af þeim á Airwaves.

12. Arctic Monkeys - Riot Van
Nýjasta hæpið í bresku pressunni og þegar slíkt gerist er mjög vinsælt hjá hinum og þessum músíkskríbentum að byrja dissa þá sem yfirhæpað drasl því það er jú hvorki hipp né kúl að vera einhvað bölvað hæp. Fyrir mitt leyti er ég að fíla þetta stöff nokkuð vel - 19 og 20 ára gaurar að rokka. Flott plata en ég myndi nú kannski ekki splæsa tíu á þetta líkt og NME. Riot Van er kannski ekki dæmigert fyrir plötuna enda í rólegri kantinum en gott engu að síður.

13. Spiritualized - The straight and the Narrow
spiritualized
Þetta er eitt allra besta lag sem Spiritualized hefur gefið út. Jason Pierce (aka Spaceman) á persónulegu nótunum. Hver hefur sinn djöful að draga og Jason Pierce hefur haft nokkra slíka í eftirdragi.

"The trouble with the straight and the narrow is it's so thin
I keep sliding off to the side
And the devil makes good use for these hands of mine
And if Jesus is the straight path that saves then
I'm condemned to live my whole life on the curve"

14. Beulah - If we can land on the Moon, Surely I can win your Heart
Sá fína heimildarmynd um Beulah um daginn - 'A good band is easy to kill'. Í henni er fylgst með San Francisco bandinu Beulah á þeirra síðsta túr - bandi sem er í töluverðu uppáhaldi hjá mér og hætti því miður alltof snemma. Fókusinn er á líf þeirra á hljómleikaferðalaginu og allar þær skapraunir og ógæfur sem geta fylgt því lífi.

...

18. Stina Nordenstam - Keen Yellow Planet
19. Stina Nordenstam - So This is Goodbye

stina
Gústi kynnti mig fyrir hinni sænsku Stínu Nordenstam. Hún spilar víst aldrei á tónleikum en hún er nú ekkert verri fyrir það. Ég tók tvö lög - So This is Goodbye af 'And she closed her eyes' frá 1995 sem var fyrsta platan sem ég heyrði með henni og svo Keen Yellow Planet af 'This is Stina Nordenstram' (2002) þar sem hún syngur með Brett Anderson úr Suede. Ég öfunda þann sem hefur enn ekki uppgvötað Stínu.

***

Allt innanlands. Smella Smella Smella!

***

Ingvar benti mér svo á þetta - David Hasselhoff! Ég vona að maðurinn sem er ábyrgur fyrir þessu hafi ekki gert fleiri myndbönd.

Blöögað þann 31.01.06 00:15 | Kommentar (1)