febrúar 01, 2006
stuuð krakkar, stuuð.
Þessi ánægjulegi maður hér fyrir ofan (þessi með sérkennilega andlitsfallið) hefur ákveðið að halda ekki árshátíð hütmfks þrátt fyrir gríðarlega pressu. Kjallarinn hefur nefnilega verið settur í sóttkví. Ég má ekki tjá mig um málið opinberlega en þess má til gamans geta að allir þeir er sótt hafa þennan tiltekna stað undanfarna 3 mánuði eru í mikilli lífshættu. Annars er ég bara í stuuði.
***
Loksins hlustaði ég almennilega á 'I'm Wide Awake, It's Morning' plötu Bright Eyes. Langt síðan ég eignaðist plötuna en ég hef aldrei gefið henni sinn verðskuldaða séns. Og jahérna, þvílíkt stykki. Lögin frábær og textarnir enn betri.
Tónar: Lua [mp3 | texti] , Landlocked Blues [mp3 | texti]
og The First Day of My Life [mp3 | texti]
***
Selinn burt 2006. Já, þeir sem þekkja mig vita að ég farinn að líkjast sel óþarflega mikið enda orðinn akfeitur. Þessu mun ég kippa í liðinn með hjálp Áka sem ætlar að gerast pump-vinur minn (eins pervisið og það hljómar nú). Starf hans felst í því að öskra á mig og hvetja þegar ég reyni að lyfta einhverju þungu (einsog 7 kílóum eða svo) á þeirri líkamsræktarstöð sem við munum heiðra með komu okkar. Ég hef nú reyndar séð svona pump-vini með eigin augum og það er bara ekkert fyndið við þetta lið. Eiginlega alveg stórfurðulegt.
Ég hef nú ekki þorað að koma nálægt þessum tækjum eftir að ég horfði upp á kára nánast örkumla sig á einu slíku. Svo líður mér líka alltaf eins og álfi út út hól á þessum stöðum - enda er bara ekkert tilgerðarlegt eða artí fartí við að hlaupa á hlaupabretti. En allavega - Kári og hlaupabretti.. skrifaði um þetta á sínum tíma (ca. 2003):
"Ég, Kári windur og Ingvar þýski vorum búnir að koma okkur fyrir á svona hlaupabrettum og ætluðum að hlaupa úr okkur allt vit. Eftir cirka 5 mínútur vorum við komnir á fljúgandi ferð, sérstaklega Kári. Fólk var byrjað að horfa á hann enda hljóp hann einsog óður maður á flótta en hann virtist jafnframt njóta lífsins til fullnustu... þangað til allt í einu - búmm, krass! Hlaupabrettið bilaði og stoppaði á methraða með hræðilegum afleiðingum - Kári lenti á mælaborðinu (eða hvað sem þetta kallast) með tilheyrandi látum. Hvað gerðum við Ingvar? Jú, eins og sannir vinir þá sprungum við úr hlátri. Svona eftir á að hyggja var það nú ekki fallega gert af okkur, en ef þið hefðuð verið þarna þá hefðuð þið eflaust hlegið ykkur til óbóta."
Sem betur fer slasaðist Kári nú ekki - en með þessu athæfi var hann líka að leggja líf okkar Ingvars í stórhættu enda mátti maður hafa sig allan við að detta ekki á brettinu vegna hláturskastsins. Það fyndnasta við þetta allt saman er að hlaupabrettið var ekkert tekið úr umferð - neinei, gaurinn sem vann þarna ýtti bara á restart eða einhvað þarna undir. Enginn af okkur fór aftur á þetta tiltekna bretti.
***
Einhver að fara á namosh tónleikana á laug?
Blöögað þann 01.02.06 19:44 | Kommentar (10)