febrúar 13, 2006
Gleði.
Það held ég. 2 vikur milli lista er fínn tími held ég. Reyni að halda þessu við. Rólyndis mixtúra af hinu og þessu - melankólíu og gleði, nýju og gömlu, stuði og ekki svo miklu stuði. Lítið nýtt á ferðinni eða stöff sem fólk hefur ekki heyrt áður en það er svo sem engin skylda hérna. Það verða hálf lítilfjörlegar lýsingar á lögunum í þetta skiptið þar sem ég afar þreyttur maður eftir átök helgarinnar og sé rúmið mitt í hyllingum. Skoðanir alltaf vel þegnar.
01. Pavement - Major Leagues
02. The Decemberists - The Engine Driver
03. Ambulance LTD - Anecdote
04. The Knife - We Share Our Mother's Health
05. Nada Surf - 80 Windows
06. Springfactory - Little Trouble Kids
07. Dios (Malos) - Nobody's Perfect
08. Seelenluft - Manila
09. Fiery Furnaces - Single Again
10. !!! - Pardon My Freedom
11. J + J + J - Insomnia Is A Sleeping Disorder
12. Headphones - Pink and Brown
13. Pornopop - Untitled (Weakest Link)
14. [brus] - Grounds & Floors
15. Ben Kweller - Falling
16. Death Cab for Cutie - A Lack of Colour
17. Air - How Does it Make You Feel?
Hlusta hér! (pop-up)
***
01. Pavement - Major Leagues
Frábært Pavement lag. Fékk í hendurnar frábært videoefni með Pavement fyrir skömmu - öll myndböndin og svo heimildarmyndina 'Pavement - Slow Century'. Hver elskar ekki Pavement?
02. The Decemberists - The Engine Driver
Ég hlustaði mjög mikið á Picaresque diskinn sem kom út í fyrra. Þetta er lang besta lagið af þeim disk að mínu mati. Lifi Colin Meloy!
03. Ambulance LTD - Anecdote
Gríðarlegur hressari hér á ferðinni. Já, það er eiginlega ekki mikið New York við þetta New York band. Lagið er tekið af frumraun sveitarinnar sem kom út árið 2004 og var einstaklega vel heppnuð. Ratar alltaf annað slagið í spilarann hjá mér og á verðskuldað sæti hér.
04. The Knife - We Share Our Mother's Health
Já, Nýji Knife enn í mikilli spilun. Fitan lekur hreinlega af þessu.
05. Nada Surf - 80 Windows
One-hit-wonder band? Jújú, ef til vill.. en þó bandið hafi slysast til að gera einn alveg svakalegan hittara fyrir mörgum árum er svo margt annað sem sveitin hefur gert sem vert er að tjékka á. Lagið er tekið af 'the proximity effect' en ég var svo heppinn að rambla á hana fyrir langa löngu á einhverjum útsölumarkaði fyrir 300 kall eða svo. Næst á dagskrá að hlusta á nýjustu plötuna þeirra.
06. Springfactory - Little Trouble Kids
Eflaust í þriðja skiptið sem Springfactory læðist á listann sem er ágætis árangur þar sem þessi frábæri dúett hefur aðeins gefið út 4 lög. Ég get ekki beðið eftir stóru plötunni. Og hvað er svo eiginlega í gangi þarna í Svíþjóð? Ég krefst þess að háttvirtur Sindri muni vera duglegur við að senda mér ferskt stöff frá Lundi þegar hann mun heiðra þann annars ágæta stað með nærveru sinni næsta vetur.
08. Seelenluft - Manila
Jazz + elektróník + absúrd texti + 12 ára strákur að nafni Michael Smith með míkrófóninn. Já, þetta kallast snilld.
09. Fiery Furnaces - Single Again
Stuð af Blueberry Boat. Frábært lag. Þetta er sérstaklega tileinkað honum Atla sem dreymir reglulega pervisnar fantasíjur um Eleanor og Alex og tyrkneska köttinn þeirra. Böst að hafa ekki séð þau á Airwaves. (1:45) kaflinn bætir og kætir.
10. !!! - Pardon My Freedom
Kynþokkinn lekur af þessu. !!!.
12. Headphones - Pink and Brown
Side-project David Bazan og Tim Walsh úr Pedro the Lion og Frank Lenz. Platan var stórfín og áherslan lögð á syntha og trommur sem kemur vel út. Ég held að sé ekki einn einasti gítarleikur á plötunni sem er bara ágætis tilbreyting.
13. Pornopop - Untitled (Weakest Link)
Já, stelst til að lauma þessu ágæta lagi hér inn. Heimsfrumflutningur og eflaust í eina skiptið sem þetta lag mun heyrast 'opinberlega' ef svo má að orði komast. Gamalt demó (þó fín gæði) sem fór ekki á plötuna en mér þykir þetta svo hressandi að ég má til með að deila þessu. Vinir komu í heimsókn í stúdíóið og sungu bakraddir. Já, ég er svo sannarlega bíræfinn.
***
Já, ég nenni ekki meiru í bili. [brus] er sænskt stöff og má sjá skemmtileg mynd hér fyrir ofan. Hitt þarf ekki frekari kynningu. Funheitri Death Cab kveðju hér með komið til skila! :)
Allt innanlands. Smella Smella Smella!
Blöögað þann 13.02.06 01:02 | Kommentar (5)