febrúar 19, 2006
Gleraugnaglámur.
Já, það er rétt. Ég er þó ekkert verri maður fyrir vikið. Held ég muni þó halda mig við linsurnar að mestu. Þið getið þó séð þetta í betri upplausn hér: 01 og 02.
***
Til hamingju Ísland. Rut hélt svaka júróvísjón partí í gær og var gríðarleg gleði ríkjandi. Ég reyndar missti af keppninni sjálfri en ég sá þó þegar Silvía endurtók sigurlagið. Romario Hugo hefur tekið við af Rudi Völler sem mín helsta fyrirmynd og inspíreisjón.
***
Bjarni hefur ákveðið að halda margumrædda árshátíð htmthrfckrs. Var dagsetning ákveðin í gær? Ég kemst allavega ekki næsta föstudag. mm'key?
Og já, einsog alþjóð veit þá hefur Hlynur Tryggvason tekið sér listamannsnafnið Partý Tryggvason enda er það mjög lýsandi fyrir hans listaiðju. Það er eiginlega nauðsynlegt að eiga sér listamannsnafn í dag, enda ertu nú ekki merkilegur pappír nema hafa allavega eitt eða tvö slík. Ég var að spá í Jarðarför Birgir Einarsson fyrir mig. Held það henti mér frekar vel.
Sunnudags tónar:
Libertines - Music when the lights go out [mp3]
Wolfman feat. Peter Doherty - For Lovers [mp3]