febrúar 28, 2006
Týndir tónar.
Ég þakka fyrir mig og góða árshátið htmthrfckrs. Þetta var vægast sagt eftirminnilegt.
Skellti inn nýjum playlista fyrir áhugasama. En já. Eintóm hamingja með hann. Sé til hvað ég nenni að blaðra mikið. Endilega hlustið og verið ekki feimin við að kommenta.
01. Mates Of State - Think Long
02. Jens Lekman - Maple Leaves
03. Suburban Kids with Biblical Names - Teenage Poetry
04. Suburban Kids with Biblical Names - Loop duplicate my Heart
05. Fiery Furnaces - Waiting to know You
06. Bondage Fairies - Miss Volkova
07. Bondage Fairies - Pink-Eye Paranoia
08. Broadcast - Come On Let's Go
09. The Concretes - Tomorrow
10. The Cardigans - Rise & Shine
11. Clor - Outlines
12. Half-Handed Cloud - We Are Not Orphaned
13. Her Space Holiday - Key Stroke
14. The Dresden Dolls - Sex Changes
15. Of Montreal - Spike The Senses
16. Mount Sims - How We Do
17. Chicks on Speed - Wordy Rapping Hood
18. Stereolab - Interlock
19. My Bloody Valentine - Only Shallow
20. Gravy Train!!!! - I wanna wanna wanna wanna wanna wanna wanna get rid of you
Hlusta hér! (pop-up)
***
01. Mates Of State - Think Long
Hjónin Jason og Kori í Mates of State eru að fara koma með nýja plötu í mars á þessu ári. Ótrúlega grípandi og skemmtilegt pop. Vel þess virði að athuga.
02. Jens Lekman - Maple Leaves
Hinn sænski Jens fer afskaplega í taugarnar á mér af einhverjum ástæðum. Þetta er þó gott og fær því að fljóta með.
03. Suburban Kids with Biblical Names - Teenage Poetry
04. Suburban Kids with Biblical Names - Loop Duplicate My Heart
Já, ég hætti seint að dásama þessum sænsku snillingum. Teenage Poetry er tekið af #2 ep-inum og Loop Duplicate my Heart af debjút plötu þeirra #3. Ég skylda hér með lesendur og hlustendur að verða sér úti um #3. Núna.
05. Fiery Furnaces - Waiting to know You
Ný plata frá Fiery Furnaces að fara koma út og lofar mjög góðu eftir nokkrar hlustanir - miklu betri en síðasta platan þeirra 'Rehearsing my Choir'. Eleanor syngur hér fallegan óð til Atla. Það er hægt að hlusta á þetta endalaust.
06. Bondage Fairies - Miss Volkova
07. Bondage Fairies - Pink-Eye Paranoia
Ef þið gúglið Bondage Fairies kemur einhvað allt allt annað en upplýsingar um þetta band. Hér á myspace.com er einnig að finna afar slæmt pönk/rokk band frá Kaliforníu sem heitir einnig þessu vafasama nafni. En lögin hér koma ekki frá ríki Arnolds. Ó nei, Bondage Fairies er mjög áhugavert sænskt dúó með þá Elvis Creep og Deus Deceptor innanborðs. Einnig spilar tölvan þeirra, Bee-Bee Prime, stóra rullu í þessari snilld. Mig grunar reyndar að þetta séu ekki þeirra réttu skírnarnöfn (fyrir utan tölvuna, fólki er ekkert heilagt þegar kemur að því að skíra tölvur) en Elvis er víst listaháskóla drop-out og Deus Deceptor tölvunarfræðingur. Slík blanda getur vart klikkað. Elektró-stuð!
08. Broadcast - Come On Let's Go
Lagið sem kynnti mig fyrir Broadcast. Tekið af 'The Noise Made by People' sem kom út árið 2000. Löngu orðið klassík í mínum augum og eyrum.
09. The Concretes - Tomorrow
Sænskt og fallegt. Tekið af nýju plötunni þeirra - In Colour. Sænska tónlistarhátíð til Íslands!
11. Clor - Outlines
"Each of us is special in our own unique way." Frábært lag. Einn besti singúll síðasta árs.
12. Half-Handed Cloud - We Are Not Orphaned
Half-Handed Cloud eða John Ringhofer með lagið 'We Are Not Orphaned' af hinni sérkennilegu plötu 'We Haven't Just Been Told, We Have Been Loved' sem kom út 2002. Frábær plata sem Sufjan Stevens pródúceraði. Það er einmitt að fara koma út ný plata frá Half-Handed Cloud, Halos & Lassos, sem er alveg æðisleg - frábært indíe með kristilegu ívafi! Amen fyrir því.
14. The Dresden Dolls - Sex Changes
Amanda Palmer og félagar í Dresden Dolls með nýja plötu í apríl - Yes, Virginia. Hressir og bætir.
16. Mount Sims - How We Do
Hjalti benti mér nýlega á Mount Sims. Ég var ekki lengi að verða mér úti um plötuna 'Ultra Sex' sem kom út 2002. Varð eiginlega að henda þessu með! Þetta er stuð.
Ahh.. nenni ekki meir. Interlock er af nýju Stereolab og ég held það sé óþarfi að tíunda snilli My Bloody Valentine hér.
***
Allt innanlands. Smella Smella Smella!
Blöögað þann 28.02.06 00:35 | Kommentar (7)