pleijlisti Take Me Home!! um mig

mars 09, 2006

Heya.

Ég var orðinn hálf þreyttur á þessum jóla fíling á síðunni og ákvað að uppfæra útlitið aðeins. Ég verð eflaust orðinn þreyttur á þessu útliti eftir mánuð og neyðist þá til að breyta til aftur. Er ekki viss með þetta litaval eða kassana. Hef séð svona skuggakassa koma vel út á fullt af síðum en þetta kemur einhvern veginn bara bjánalega út hér. En já. Þetta er allt í vinnslu og mun eflaust breytast einhvað næstu dögum þegar ég hef tíma. Ábendingar vel þegnar.

Bætti einnig inn linkum - þeir eru óflokkaðir og ekki í neinni sérstakri röð (fyrir utan Hlyn - hann er karlmódel og mikil fyrirmynd mín og er því efstur á lista). Ég mun uppfæra þessa linka seinna.. ég hef örugglega gleymt einhverjum svo þið megið endilega láta vita af slíku. Hlekkirnir ættu einnig hjálpa Hjalta í google baráttu sinni. Hlekkirnir eru því til heiðurs Hjalta. Til hamingju með það Hjalti!

Ég hef ekkert haft fyrir því að testa þetta á mismunandi vöfrum enda nenni ég ekki að svekkja mig á því núna að þessi síða er eflaust handónýt í öllu öðru en firefox :)

**

Nokkur tóndæmi í lokin...

The Research er hryggbrotið casio-pop trío frá Leeds. Frumraun þeirra, 'Breaking Up', kom út í síðasta mánuði og hefur fengið ágætis dóma í bresku pressunni. Titill plötunnar segir allt sem segja þarf - sögur um brostin hjörtu og misheppnuð sambönd er rauði þráðurinn í textum Russells Searle og er því ekki beint um hressandi plötu að ræða... enda alger óþarfi að vera sífellt hress. Fínar hugmyndir, grípandi melódíur og krútt-faktorinn allsráðandi (sem verður reyndar nokkuð þreytandi til lengdar). Henti inn 'Lonely Hearts still beat the same' sem er eitt besta lag plötunnar og svo laginu 'Ba Ba Ba' sem hefur þennan fína stereolab fíling. "Lonely hearts still beat the same / It’s not romantic, it’s just automatic / I can’t tell the difference."
research.gif
Lonely Hearts still beat the same [mp3]
Ba Ba Ba [mp3]
...

Hot Chip að fara gefa út nýja plötu sem ber heitið 'The Warning'. Ég verð að viðurkenna að ég var alls ekki að fíla þetta band fyrir um það bil viku síðan. Sá hvoruga tónleika þeirra hérlendis og Coming on Strong fékk alls ekki að rúlla lengi í spilaranum. Miðað við gæði þessarar plötu er víst að ég verð að fara grafa Coming on Strong upp aftur og gefa þessu bandi sinn annan séns. Þetta er ferskt! Henti inn lögunum No Fit State og Over and Over. Frábært alveg hreint!
hot chip
Over and Over [mp3]
No Fit State [mp3]

p.s. Andri og Hjalti, ég neyðist til að éta orð mín um þetta band og tek hér með aftur allar fyrri alhæfingar mínar! :)

Blöögað þann 09.03.06 00:35 | Kommentar (12)