pleijlisti Take Me Home!! um mig

mars 10, 2006

Mono/Stereo.

Það held ég. Ennþá einhvað að baslast í þessari síðu en ég held þetta sé bara ágætt eins og þetta er núna. Verður mikið að gera hjá mér á næstunni en ég mun reyna að pósta inn einhverju markverðu annað slagið.

Verður einhvað af margumræddum hittingi nörda tónlistar um helgina? Hvar? Hvenær? Einhver? Andri?

**

Ég sá á rjómanum skemmtilegan topp 10 lista yfir plötur sem munu hverfa undir radarinn á árinu 2006. Á honum er m.a. að finna band sem ég held mikið upp á og heitir PAS/CAL. Bandið hefur ekki enn gefið út stóra plötu en það hefur lengi staðið til. Það er vonandi að hún líti dagsins ljós á árinu. Ég hef heyrt tvær stórgóðar ep-plötur með þeim - The Handbag Memoirs frá 2003 og Oh Honey, We're Ridiculous frá árinu 2004. Henti inn lögunum Poor Maude og What happened to the Sands. Frábært stöff.
pas/cal
What happened to the Sands [mp3]
Poor Maude [mp3]

...

Nýja platan frá japanska post-rokk bandinu Mono kemur út á heimsvísu í mars eða apríl. Platan kallast 'You are There' og hef ég legið yfir henni undanfarna daga. Þetta er með því betra sem ég hef heyrt á árinu! Setti inn lagið Moonlight sem er heilar 13 mínútur á lengd og mæli ég eindregið með plötunni fyrir þá sem eru á annað borð fyrir þessa tegund rokk tónlistar.
mono.
Moonlight [mp3]

Blöögað þann 10.03.06 16:28 | Kommentar (2)