mars 10, 2006
Mono/Stereo.
Það held ég. Ennþá einhvað að baslast í þessari síðu en ég held þetta sé bara ágætt eins og þetta er núna. Verður mikið að gera hjá mér á næstunni en ég mun reyna að pósta inn einhverju markverðu annað slagið.
Verður einhvað af margumræddum hittingi nörda tónlistar um helgina? Hvar? Hvenær? Einhver? Andri?
**
Ég sá á rjómanum skemmtilegan topp 10 lista yfir plötur sem munu hverfa undir radarinn á árinu 2006. Á honum er m.a. að finna band sem ég held mikið upp á og heitir PAS/CAL. Bandið hefur ekki enn gefið út stóra plötu en það hefur lengi staðið til. Það er vonandi að hún líti dagsins ljós á árinu. Ég hef heyrt tvær stórgóðar ep-plötur með þeim - The Handbag Memoirs frá 2003 og Oh Honey, We're Ridiculous frá árinu 2004. Henti inn lögunum Poor Maude og What happened to the Sands. Frábært stöff.
What happened to the Sands [mp3]
Poor Maude [mp3]
...
Nýja platan frá japanska post-rokk bandinu Mono kemur út á heimsvísu í mars eða apríl. Platan kallast 'You are There' og hef ég legið yfir henni undanfarna daga. Þetta er með því betra sem ég hef heyrt á árinu! Setti inn lagið Moonlight sem er heilar 13 mínútur á lengd og mæli ég eindregið með plötunni fyrir þá sem eru á annað borð fyrir þessa tegund rokk tónlistar.
Moonlight [mp3]