mars 21, 2006
Ég er bæði v.i.p. og fastagestur hérna. Hleyptu mér inn.
Einstaklega furðuleg helgi. En nóg um það. Og þó.. þess má til gamans geta að andleg jarðarför Áka verður á miðvikudaginn þegar hann lætur loka kreditkortinu sínu. Innleggin í reynslubankann verða ekki öllu stærri. Það er komið tími á að þú farir að taka út af honum. Það sama mætti reyndar segja um mig. Allavega.. Hér eru myndir af þremur moldríkum karlmódelum (Þið ættuð nú að geta hösstlað út á þetta múv mitt um næstu helgi). Bújaa. Þetta er að breytast í myndablögg.
**
Ég er dolfallinn fyrir The Pipettes. Ekki nóg með að þetta sé alveg svakalega gott popp þá eru þær einstaklega sætar og hipp og kúl á því í doppóttu kjólunum sínum. Þetta er einsog tvíbura sveit Go! Team frá sjöunda áratugnum. Og já... jafnvel þó að þið reynið að halda því fram að þetta sé bara bölvað popp þá þori ég að veðja að þetta verði á repeat næstu stundirnar í spilaranum ykkar!
Your kisses are wasted on me [mp3]
It Hurts To See You Dance So Well [mp3]
og já.. The Essex Green að fara koma með nýja plötu - Cannibal Sea. Ég er ekki frá því að þetta sé þeirra besta plata hingað til. Það er ekki mikið Brooklyn við þetta Brooklyn band.
Cardinal Points [mp3]
This isn't farmlife [mp3]