pleijlisti Take Me Home!! um mig

apríl 01, 2006

or see a little you in me..

Vikan var ekki nógu sniðug. En samkvæmt öruggum heimildum stjörnuspekinga eru bjartari tímar framundan hjá mér - hamingja, heimsfriður, ást og allt það. Ég er nú reyndar ekki alveg að kaupa þessar spár enda eru próf framundan og það þýðir ekkert nema mannleg eymd og volæði. Annars tókst Ingunni að eyðileggja háleit markmið mín um rólega helgi þegar hún tók upp á því að eiga ammæli í vikunni og halda upp á það í gær. Svikuli verkfræðinemi! En þetta var fjör. Þakka sérstaklega fyrir óhóflega mikið magn af gin og toniki sem boðið var upp á. Það lagði jafnframt grunn að eiturhressum Einari.

**

Þar sem ég hef ekkert af viti að segja koma hér nokkur tóndæmi fyrir áhugasama... Og þar sem tími prófa fer að fara skella á má búast við cirka 3 færslum á dag... næstu daga.

Hess is More er danskt og einstaklega skemmtilegt. Tekið af plötunni Captain Europe sem kom út á miðvikudaginn.

Hess is more - The magic invention from T.D.P.R.C. [mp3]
..

Nýja Concretes platan er frábær. Þessi rödd, þetta sánd og þessir textar. Ójá. Lifi Svíþjóð og lifi melankólían mín!
concretes
The Concretes - On the Radio [mp3]
The Concretes - Chosen One [mp3]
The Concretes - Sunbeams [mp3]
..

Atli benti mér á snilldar sveit frá Chile sem heitir Panico og læt ég hér fylgja með kynferðislegt stuð í sínu hreinasta formi. Lagið er í miklu uppáhaldi þessa dagana og má oft heyra frasa eins og "Mama Luco Cuco Rutsjó Chico Guerro".

Panico - Transpira Lo [mp3]
...

Að lokum mjög flott lag með sveitinni Talkdemonic sem Ari benti mér á. Mæli einnig með blogginu hans Ara sem er afar hressandi.

Manhattan '81 [mp3]

**

Og já, hef algjörlega vanrækt þennan blessaða pleijlista en það mun allt breytast eftir helgina. Ég komst ekki á síðasta hittung og mun ég bæta upp fyrir það með því að láta sænska andann svífa yfir listanum. Og ég kemst næst, lofa!

Blöögað þann 01.04.06 20:05 | Kommentar (5)