pleijlisti Take Me Home!! um mig

apríl 10, 2006

hornklofi þrír.

Já, biðst vægðar og jafnframt afsökunar á blöggleti minni. Þakka þó þeim sem kíktu við reglulega.

**

Myspace.com. Já, ég lét undan þrýstingi og er nú með svona myspace síðu. Eftir að hafa verið skráður í 3 daga hef ég enn ekki alveg komist að því um hvað þetta fyrirbæri snýst. Ég fyllist einnig gríðarlegri vinafjölda-minnimáttarkennd á að skoða síður annarra. Normið virðist vera að eiga í kringum 400 vini... sem ég geri ekki. Ég vil þó hvetja fólk til að hafa mig í extendaða networkinu sínu, hvað sem það þýðir nú.

**

Hef hlustað á gríðarmikið magn af nýrri og hressandi tónlist undanfarna daga og kemur hér hressandi pleijlisti með vænni mixtúru af hinu og þessu, gömlu og nýju. Mjög lítilfjörlegar lýsingar á lagavalinu að þessu sinni sökum tímaskorts. Orð eru óþörf - Hlustið..

01. The Radio Dept. - The Worst Taste in Music
02. Robots in Disguise - La Nuit
03. Cansei De Ser Sexy - Let's Make Love And Listen to Death From Above
04. Ladyfuzz - Monster
05. Ladyfuzz - The Man with the Monochrome View
06. Lo-Fi-FNK - End
07. Takako Minekawa - Plash
08. Psapp - Tricycle
09. Xiu Xiu - I Luv the Valley OH!
10. I'm From Barcelona - Rec & Play
11. Office - Ordinary Offices, Extraordinary Proposals
12. Eels - Trouble with Dreams
13. The Flaming Lips - Do you Realize?
14. Sambassadeur - Ice & Snow
16. Sambassadeur - Between The Lines
15. The Cure - Just Like Heaven
17. Cat Power and Karen Elson - I Love You (me either)
18. Cut Copy - Going Nowhere
19. Acid House Kings - Sleeping
20. Loveninjas - Meet Me here

Hlusta hér! (pop-up). Já, einnig er hægt að smella á 'playlista' linkinn efst uppi.


**

01. The Radio Dept. - The Worst Taste in Music
Þessi Malmö sveit gaf út eina af áhugaverðustu plötum ársins 2003 - Lesser Matters. Frábær frumraun og í gær lak í hendurnar á mér nýja platan sem kallast Pet Grief og lofar aldeilis góðu. The Worst Taste in Music er fyrsti singúllinn af henni.

03. Cansei De Ser Sexy - Let's Make Love And Listen to Death From Above
Mjög spennandi band frá Brasilíu sem var að gefa út hressandi plötu á Sub Pop labelinu. Veit hreinlega ekkert um þetta band en það er ágætis stuð í þessu. Ójá.

04. Ladyfuzz - Monster
05. Ladyfuzz - The Man with the Monochrome View

Ágætis njú-veif indí sem hefur verið að vekja töluverða athygli. Debjút platan 'Kerfuffle' kom út í vikunni og hef ég ekki alveg náð að melta hana. Þetta lofar allavega nokkuð góðu.

06. Lo-Fi-FNK - End
Sænsku glaumgosarnir í Lo-Fi-FNK eru að fara gefa út nýja plötu. Hressandi. Fleiri tóndæmi má finna hjá Hjalta.

08. Psapp - Tricycle
Tekið af plötunni 'The Only Thing I Ever Wanted' sem er held ég væntanlega í lok maí. Hlutirnir eru víst aldeilis að gerast hjá Psapp þessa dagana - eiga theme-lagið að einhverjum þætti sem heitir Grey's Anatomy (sem ég hef ekki hugmynd um hvort að sé vinsælt sjónvarpsefni eður ei) og laumuðu lagi inn í unglinga dramatíkina 'the OC'. Hvað um það, þessi plata er frábær! Henti inn laginu Tricycle.

10. I'm From Barcelona - Rec & Play
Ekki láta gabbast, þau eru ekki frá Barcelona heldur Svíþjóð.

14. Sambassadeur - Ice & Snow
15. Sambassadeur - Between The Lines

Frábært indie pop frá Svíþjóð sem kom út í fyrra. Varð að hafa þetta með. Labrador-menn segja þetta best á sinn hlutdræga hátt:

"The debut album from Sweden’s brightest shining hope exceeds every expectation. Pure indie guitar pop, gorgeous lazy melodies wrapped around
fuzzy guitars and far away tambourines."

17. Cat Power and Karen Elson - I Love You (me either)
Tekið af Serge Gainsbourg tribute plötu sem kom nýlega út. Flytjendur á borð við placebo, tricky, portishead, jarvis cocker, franz ferdinand, the kills heiðra þennan mikla snilling með misgóðum útgáfum af lagasmíðum hans. 'I Love You (me either)' er útgáfa Cat Power og súpermódelsins Karen Elson af hinu erótíska og kyngimagnaða 'je taime mon non plus'.

**

Og að lokum kemur linkur á sannkölluð glæsimenni.

Blöögað þann 10.04.06 00:37 | Kommentar (3)