pleijlisti Take Me Home!! um mig

apríl 18, 2006

Halló.

Eg held þetta sé fjórða tilraun mín til að byrja skrifa nýja færslu. Svona er þetta. Páskarnir hafa verið mjög góðir.

Ég er víst að fara á Hróaskeldu. Mjög gott. Hvað gerist svo eftir hróaskeldu er óráðið en evrópa verður mjög líklega sigruð. Evróputúr. Ég var búinn að skrifa afskaplega mikið og gáfulegt en svo krassaði firefox og ég nenni bara ekki aftur.

**

Ég setti fyrir löngu lag með Half-Handed Cloud á pleijlista og ritaði þá:

"Half-Handed Cloud eða John Ringhofer með lagið 'We Are Not Orphaned' af hinni sérkennilegu plötu 'We Haven't Just Been Told, We Have Been Loved' sem kom út 2002. Frábær plata sem Sufjan Stevens pródúceraði. Það er einmitt að fara koma út ný plata frá Half-Handed Cloud, Halos & Lassos, sem er alveg æðisleg - frábært indíe með kristilegu ívafi! Amen fyrir því."

Jább. Þessi plata, þ.e.a.s. Halos & Lassos, er alveg einstök. Lögin eru 19 talsins og ná aðeins 4 þeirra lengd yfir 2 mínútur. En það breytir nú ekki öllu, þetta er alveg frábært! Fjölbreytt og hressandi. Allt frá lo-fi gítarplokki upp í æðisgengið casio-indí-pop.

John

Foot on the Brake [mp3]
Tongues That Possess The Earth Instead [mp3]
Praise Awaits You [mp3]

**

En já, rakst á skemmtilega plötu í síðustu viku. Platan ber hið mikla nafn 'The Trials of Van Occupanther' og er með hljómsveitinni Midlake. Veit alveg afskaplega lítið um þetta Texas band en þessi plata lofar allavega góðu! Lét tvö lög fljóta með. Ég veit ekki betur en að platan sé væntanleg í júní eða júlí.

Midlake - Young Bride [mp3]
Midlake - We Gathered In Spring [mp3]

Blöögað þann 18.04.06 22:03 | Kommentar (4)