pleijlisti Take Me Home!! um mig

apríl 27, 2006

Leynifélag.

Já, stuð með öllu tilheyrandi. Allur minn tími virðist gufa upp í þetta blessaða lokaverkefni og alltaf líður lengri og lengri tími milli blööga hjá mér. Ó hve ljúft það verður þegar þessu verkefni er lokið. Það er þó ýmislegt jákvætt við alla þessu verkefnavinnu, maður getur til dæmis hlustað á ógrynni af tónlist yfir daginn.

En já? Umm.. Já.

Fujiya & Miyagi er kómískt og flott band. Fujiya & Miyagi eru þeir David Best, Steve Lewis og Matt Hainsby. Þeir kynntust þökk sé sameiginlegum áhuga á glímukappanum Kendo Nagasaki og krátrokki.. en um þessi sameiginlega áhugamál gátu þeir þaulrætt á meðan þeir vermdu varamannabekkinn hjá óþekktu áhugamannafótboltaliði í Wolverhampton. Nafnið er víst til heiðurs hinum gamla Miyagi (úr Karate Kid myndunum) og Fujiya sem er einhver týpa af plötuspilurum. Jahá, hrífandi saga! Ég henti inn lögunum 'Ankle Injuries' og 'In One Ear & Out the Other' sem eru bæði tekin af frumraun þeirrra sem kallast 'Transparent Things' og kom út um miðjan maí. Fyrir neðan lögin má einnig sjá þeirra eigin lýsingu á lögunum.. sem segja eiginlega allt sem segja þarf!

yeah!!

Fujiya & Miyagi - Ankle Injuries [mp3]
"Is about walking to school as a kid and finding a porno mag in the middle of the road and realising that a female's genitalia is different from a male's."

Fujiya & Miyagi - In One Ear & Out The Other [mp3]
"Is about not listening to people and not being listened to."

**

Zero 7 með nýja plötu, The Garden. Ég hef alltaf verið eilítið veikur fyrir þessum fögru og léttbæru melódíum og glæsta söng. Simple Things platan þeirra kíkir alltaf annað slagið í spilarann enda um sannkallaðan kjörgrip að ræða. The Garden hefur einungis fengið að rúlla tvisvar í gegn og við fyrstu kynni virðist hún ætla koma sér settlega fyrir mitt á milli When it Falls og Simple Things hvað gæði varðar. En hvað veit ég. Hlustið.

zero 7

Zero 7 - Today [mp3]
Zero 7 - The Fine Social Scene [mp3]

Blöögað þann 27.04.06 00:07 | Kommentar (6)