pleijlisti Take Me Home!! um mig

júní 12, 2006

Do not touch the mother of pearls.

Já. Offísjíalt tölvunörd og með bjé ess upp á það. Gekk bara vel. Ójá. Ágætis léttir.

**

Hua Hin og Bangkok. Hópur úr útskriftarárganginum fór í tvær vikur og var ferðin vægast sagt eftirminnileg. Ég kem ef til vill með góða ferðasögu við tækifæri. Stemningin var oft á tíðum eilítið spes, sérstaklega þegar sólin fór að setjast og þeir skemmtistaðir sem heimamenn buðu upp á voru grandskoðaðir. Næturlífið í Hua Hin var mis vel sótt af hópnum enda var miðbærinn uppfullur af börum sem voru margir hverjir uppfullir af tælenskum gleðikonum, kynskiptingum (eða ladyboys einsog þeir eru kallaðir), kareókítækjum og frjálslega vöxnum bretum á fimmtugsaldri. Þetta var reyndar ekki alveg svona slæmt en ég nokkuð nálægt þessu. En umhverfið skipti engu þegar maður var í eiturhressum hóp. Talandi um kareókí. Ég held ég gæti alveg plummað mig sem næsta ídol-stjarna íslands. Smá makeover yfir í popp-lúkkið og þá ætti þetta að vera nokkuð solid.

Hitinn, mengunin og rakinn í loftinu í Bangkok var ótrúlegur. Fólk alls staðar og umferðin yfirgnæfandi. Umferðaröngþveyti er partur af lífinu þarna enda eru rúm 5 milljón faratæki fyrir þá 10 milljón Tælendinga sem búa í Bangkok. Ekki hefði ég þorað fyrir mitt litla líf út í þessa umferð (vinstri-umferð notabene). Að auki virðist öryggi í umferðinni ekki vera ofarlega á forgangslistanum því umferðarreglur voru bara einhvað fyrir löggur og útlendinga. Það var ekki óalgengt að sjá 5 manna fjölskyldu ferðast á einni lítilli vespu eða pick-up trukk með 10 manns á pallinum. Fátæktin meðal fólksins leyndi sér ekki og maður rakst á ýmislegt mjög sorglegt á leið sinni.. en nóg um það hér. Í stuttu máli ótrúleg upplifun og skemmtileg ferð.

**

Á löngum ferðalögum lærir maður elska ipoðann sinn. Það gerði ég í það minnsta. Ó þú góði ipoði og tónlistin sem þú hefur að geyma!

Haffi benti mér á æðislegt finnskt band á mæspeis um daginn. HÉR er mitt mæspeis bæ þe vei. Haha. En já, bandið góða. Le Futur Pompiste. Þetta unaðslegt retro-pop í hæsta gæðaflokki. Bandið sigldi beinustu leið framhjá mér á sínum tíma en guð blessi internetið og mæspeis. Hlustið!

Le Futur Pompiste - A Way to Exists [mp3]
Le Futur Pompiste - Seeds [mp3]
Le Futur Pompiste - The Air That Surrounds Us [mp3]

**

Whitest Boy Alive er skemmtilegt pop verkefni Erlends Oye úr Kings of Convenience. Debjút platan, Dreams, kom út undir lok síðasta mánaðar og fljóta hér með tvö lög af henni.

Whitest Boy Alive - Inflation [mp3]
Whitest Boy Alive - Above You [mp3]

**

Og Svíþjóð. El Perro Del Mar. Rólegt og melódískt. Sænsk stelpa að nafni Sarah. Fínt.. Það er aldeilis farið að hægjast á manni.

el perro del mar

El Perro Del Mar - Party [mp3]
El Perro Del Mar - Candy [mp3]

Blöögað þann 12.06.06 18:15 | Kommentar (3)