pleijlisti Take Me Home!! um mig

júní 22, 2006

Dot Dot Dot...

Hmm. Á næstunni. Danmörk. Animal Collective verður vonandi frábært. Sem og Birdy Nam Nam og hinn síungi Morrissey. Ahh.. Svo er margt annað mjög fínt. Bob Dylan, Serena Maneesh, Clap Your Hands Say Yeah, Silver Jews, Sigur Rós, Streets, Roger Waters sjóvið, Jenny Wilson, Strokes, Why?, whomadewho, Kieran Hebden (Four Tet) og Steve Reid, Ms. John Soda, Primal Scream, Raconteurs, Death Cab (æji jújú), Figurines, Franz F, Goldfrapp og aaa.. margt margt fleira. Það verður gaman að reyna púsla þessu saman í gott prógramm.

Annars var verið að benda mér á festival í Belgíu sem heitir Pukkelpop og slær hróaskeldu line-up-inu við. Þetta er alls ekki slæmt.

**

HM. Ég vona að þetta verði árið sem mínir menn og blóðbræður frá Argentínu vinni keppnina. Ójá.

**

Gústi!. Velgjörðarmaður minn og bróðir. Þakka þér fyrir afbragðs boð um gistingu og þvott og áhorf á HM ytra. Seldirðu nokkuð Fußball borðið í flutningunum? Það væri fásinna!

**

Fór í extrím makeover í vikunni. Ég þótti ekki nógu gott front materíjal fyrir bandið og heimsfrægðina. Svo mér var breytt úr tölvunörd í djúpt þenkjandi frömuð og lífskúnstner. Í svart-hvítu eðlilega. Dr. 90201 sá um allar helstu aðgerðir. Arna tók myndirnar.

Before..

.. and after

**

Tónlist...

The Chap. "New wave esoteric electro pop. Think Residents messing with Soft Pink Truth whilst cutting up Talking Heads and Kylie on vibes." Alltaf gaman þegar fólk missir í svona samlíkingum. 'LCD Soundsystem á sýru' las ég einhvers staðar. Veit ekki hvernig þetta hefur farið fram hjá mér en platan þeirra, Ham, kom út í fyrra. Þetta er stórskemmtilegt, hlustið bara!

flott tigrisdyr

The Chap - Oozing emotion [mp3]
The Chap - Auto Where to [mp3]

**

Ramona Córdova. Hei! Þetta er frábært! Hinn 22 ára gamli Ramon Vicente Alarcon (a.k.a. Ramona Córdova) gaf út plötuna 'The Boy who floated freely' í mars á þessu ári. Ég mæli eindregið með þessu...

"The Boy Who Floated Freely is one of these unique crossovers that create and assemble their own musical forms : neither child music, nor a fairy tale, neither Folk, nor gipsy music, but rather all of it in one. The most striking side of this music is that inhabited by a secret and unfathomable part of the soul. Ramon is neither Ella Jenkins, nor Marc Bolan, neither Joanna Newsom, nor Ivor Cutler, neither José Afonso, nor Robert Wyatt, but shares the same ability to create a world in which no one has ever lived before."

ramona

Ramona Córdova - Giver's Reply [mp3]
Ramona Córdova - One Day, Someday [mp3]
Ramona Córdova - Heavy on my Head [mp3]

**

Nýtt Springfactory! Ójá. Springfactory var að gefa út nýja smáskífu og það er hægt að hlusta á lagið No More á heimasíðu sveitarinnar. Hlakka til að heyra meira.

Springfactory - No More [mp3]

**

Loney, Dear. Svíji á rólegu nótunum. Lögin eru tekin af plötunni Sologne sem kom út á árinu.

loney, dear

Loney, Dear - Le Fever [mp3 ]
Loney, Dear - Lose it All [mp3]

Blöögað þann 22.06.06 12:44 | Kommentar (7)