pleijlisti Take Me Home!! um mig

júlí 05, 2006

Bréf.

Ég er staddur í Kolding hjá Ágústi og Önnu og það þer alveg ótrúlegur hiti hérna. Ég hef alltaf haldið því fram ég væri hitabeltisdýr og að ég væri ekki gerður fyrir þetta kuldalega loftslag heima á Íslandi en ég neyðist til að draga öll þau orð til baka. Þetta var bara einhver misskilngur í mér. Eða veruleikafyrra. Við förum svo til Berlin í kvöld þar sem óðar fótboltabullur munu taka á móti okkur. Ég og Áki höfum einnig útbúið 10 metra langan 'velkomin-heim' borða sem við munum hengja upp á flugvellinum þegar Arna kemur. Demanta og glimmerborði með kristilegu ívafi. Það verður gott. Ója!

**

Hróaskelda var frábær hátíð. Veðrið og stemmningin mjög góð og tónlistin enn betri. Sá marga góða tónleika og mun kannski fara nánar út í þá sálma þegar ég hef tíma. Ójá!

**

Myndir koma síðar. Vonandi

Blöögað þann 05.07.06 10:43 | Kommentar (9)