ágúst 04, 2006
I dance myself out of the blue.
Jæja já. Loksins ný færsla. Nýtt útlit á þetta blogg kemur svo vonandi um helgina. Og skipti kannski yfir í wordpress? Er einhvað minna spam með wordpress? Einhver?
**
En já. Ég kíkti semsagt til útlanda og uppskar fyrir vikið væna bjórbumbu en jafnframt mjög frambærilega fótleggi og tignarlegan afturenda eftir heilmikla labbitúra. Hvar get ég byrjað. Ég var afskaplega óduglegur við að tjá mig hér og ég mun vonandi bara bæta upp fyrir það á næstu dögum og vikum. Mun kannski tjá mig um einstaka staði..
**
Hiti. Og alveg ótrúlegur hiti. Að sofa í óloftkældum litlum herbergjum í þessari hitabylgju sem reið yfir Evrópu (að Íslandi undanskyldu) er einhvað sem ég myndi ekki óska versta óvini mínum. Reyndar veit ég ekki til þess að ég eigi einhvern óvin. Ég eignaðist þó einn góðan vin á lestarstöð í Þýskalandi. Já. Það var ekki sérlega ánægjulegt trúnóið sem ég lenti á með tyrkneskum morðingja (ok ok, hann var kannski ekki morðingi en allavega ofbeldisseggur) á lestarstöð klukkan fjögur um nótt í Neumünster. Hann var útataður í blóði sem var augljóslega ekki hans eigið og hoppaði upp í næstu lest eftir að hafa spurt okkur til vega. Hoppaði reyndar upp í ranga lest en það er önnur saga. Það var minnistætt þegar hann tók um öxlina mína og sagði þvoglumæltur: "You see my friend, we are all one nation, europe, and this shit doesn't matter. I have my problems you see" og benti á blóðuga skyrtuna sína. Mig minnir að mitt framlag í þessari umræðu okkar hafi verið "yes yes, ok ok, yes".
hmm.. En Já.
Berlin var frábær. Og við gistum á frábærum stað með enn betri staðsetningu. Við Prenzlauerberg. Og svo hitti Arna okkur. Mjög gott og mikið gert. Ótrúlega fín borg en reyndar var allt að verða snarsturlað þarna útaf HM og Jurgen Klinsman og öllu því brjálæði.
Myndir nokkar..
Barirnir voru hreint afbragð. Og hip. Og góð tónlist og Stimmnung. Og með flottum dj-set-up-um.!
Og passamyndakassinn góði! Beint fyrir framan gistiaðstöðu okkar var svona gamaldags passamyndakassi, svarthvítt, fjórar myndir í röð og ekkert stafrænt bull.
og svarthvítar myndir. (gaman)
**
En já. Ég ætla nú að skella mér ásamt fríðu föruneyti á Innipúkann. Verður spennandi að sjá Television og Jakobínarínu. Line-upið er nú langt í frá jafn gott og það var í fyrra svo ég læt duga að kaupa miða á eitt kvöld.
margar margar músík og videofærslur væntanlegar...
Og já! Var að kaupa miða á Sufjan Stevens tónleikana áðan. Ójá!
Blöögað þann 04.08.06 17:59 | Kommentar (1759)