pleijlisti Take Me Home!! um mig

september 07, 2006

Gylltar buxur, jafn alvarlegar og líf þitt.

Já halló. Jájá. Loksins. Betri tímar framundan hjá þessu blöögi. Því lofa ég. Lofa!

Já. Að frétta. Fréttir. Vinna. Mjög fljótlega eftir að ég kom heim úr evróputúrnum fór ég að vinna á fullu og líkar mér það bara afar vel. Atvinnu-tölvunörd. Það er reyndar dálítið einkennilegt að vera ekki að fara aftur í skólann nú í september einsog venjulega.. en það var líka alveg kominn tími á breytingar. Og það er einnig kominn tími á breytingar á blööginu. Um helgina! Andlitslyfting og húmor, myndasíða jafnvel.. og tónlist!

**

arna teiknar

Ég elska að skoða plötukover. Ég elska líka bækur um plötukover. Eru einhverjir aðrir plötukovera-pervertar þarna úti sem vita af sniðugum heimasíðum tileinkuðum þessum líflega pervisma? Þessi er sniðug og þessi líka. Jájá. og nokkrar aðrar. Ábendingar vel þegnar í kommentum. Jájá, þið getið líka bara faxað þessu ef þið eruð í stuði.

**

Úff já. Árbærinn. Það var keyrt yfir lítinn og sætan hund áðan fyrir framan nefið á mér. Alveg ömurlegt að sjá. Þessi endurlífgunarfærsla blöögsins eru tileinkuð honum.

**

Dotshop er æðisleg. Enda sænskt. Og alveg hreint úrvals úrval. Og gústi, sjáðu. Ég skil nú reyndar bara annað hvert orð þarna.. svo ég veit ekki hvort þetta er gott eða slæmt. En góð búlla engu að síður.

**

það er ég víst

Að lokum. Kaldranaleg örlög vonn-a-bí rokkarans. Úff.

Bless-í-bil i.

Blöögað þann 07.09.06 23:21 | Kommentar (5404)