pleijlisti Take Me Home!! um mig

september 26, 2006

You ain't got no so-o-o-oul power.

Já í tilefnu endurlífgun blöögsins ætla ég að pósta fyrsta pleijlistanum í alltof langan tíma. Brakandi ferskt. Og annað óferskt.

01. Motion Boys - Waiting to happen
02. Alan Braxe and Fred Falke - Rubicon
03. The Changes - Water of the Gods
04. Jens Lekman - A Sweet Summer's Night on Hammer Hill
05. Of Montreal - She's a Rejector
06. Of Montreal - Bunny Ain't no kind of Rider
07. TV-Resistori - 1yy2aa3oo elektroo
08. Loanshark - Heart scream the blues
09. Snakes Say Hisss! - We are Hot
10. Skakkamanage - Let's get Married
11. Bag of Joys - I Berjamó með Bag of Joys
12. Músíkvatur - Theme for Reynimelur 92
13. Uffie - Ready to Uff
14. Trentemoller - Beta Boy
15. The Legends - Heart
16. Darkel - TV Destroy
17. Prince - I wanna be your lover

Endilega tjékkið á þessum indæla playlista hér!(pop-up). Nú já, eða bara smella á þar til gert íkon uppi til hægri.

**

01. Motion Boys - Waiting to happen
Þetta lag er stórfenglegt! Ég heyrði fyrst um þetta band á bloggsíðu dr. gunna og skylst mér að lagið hafi fengið að hljóma töluvert útvarpinu ágæta. Samstarfsverkefni Árna úr Hairdoctor og Bigga sem er/var í Byltunni. Ég vonast til að heyra meira af þessu.

02. Alan Braxe and Fred Falke - Rubicon (radio edit)
Alain Quême & Frédérick Falke á góðri stundu. Alain Quême (aka Alan Braxe) þessi og Thomas Bangalter úr Daft Punk mynduðu einmitt hljómsveitina Stardust sem voru ábyrgir fyrir ofursmellinum 'music sounds better with you'. Talandi um Thomas Bangalter - Hann er væntanlegur til landsins á vegum RIFF vegna myndarinnar Daft Punk's Electroma. Já-ó-já. Alþjóðleg Kvikmyndahátíð í Reykjavík stefnir nú aldeilis í að verða frábær hátíð. Húrra fyrir því.

03. The Changes - Water of the Gods
Mjög skemmtilegt band sem gaf nýverið loksins út plötuna 'Today Is Tonight' sem er uppfull af popp-krrrókum og kimum. Afbragð.

04. Jens Lekman - A Sweet Summer's Night on Hammer Hill
Jens, Jens.

05. Of Montreal - She's a Rejector
06. Of Montreal - Bunny Ain't no kind of Rider

Ójá. Hissing Fauna, Are You the Destroyer? Ný plata frá Kevin Barnes, Ninu og félögum í Of Montreal. Platan er rökrétt (reyndar er lítið rökrétt við Of Montreal) framhald af satanic panic og sunlandic twins. Óþarfi af vera taka einhverja drastíska stefnubreytingu enda tónlist Of Montreal ákaflega skemmtileg og hressandi rafeindapopp með hrífandi falsettum. Já, það er auðvelt að hrrrista útlimina við þetta. Bunny lagið er einstaklega skemmtilegt.. nokkurn veginn tvískipt. og seinni hálfleikurinn er hreint ekki amalegur. Ónei.

07. TV-Resistori - 1yy2aa3oo elektroo

tv

Lagið er af debjút plötu TV-Resistori sem kom út árið 2004. Þessir Finnar...

08. Loanshark - Heart scream the blues
Þessir Íslendingar...

09. Snakes Say Hisss! - We are Hot
Elektró pop frá hinu ferska New York bandi Snakes say Hisss!. Gefið út á Famous Class. Ég er alveg rosalega hrifinn af þessu sándi.

10. Skakkamanage - Let's get Married
11. Bag of Joys - I Berjamó með Bag of Joys
12. Músíkvatur - Theme for Reynimelur 92

Þessir íslendingar...

13. Uffie - Ready to Uff

uffie.gif

Þessi Uffie er nú ansi karlsöm. En hún kann þetta.

**

Jájá, það er nú ekki einsog ég hafi ekkert betra að gera en að rita niður þennan tilgangslausa orðaflaum um blessaða pleijlistann. Ég er farinn. Og þó. Tjékkið á legends. Þvílík stefnubreyting! Úr Cure í Kraftwerk og Depeche Mode.

**

ps. Ef þið viljið grennslast fyrir um vafasama fortíð mínar getið þið gert það hér.

Blöögað þann 26.09.06 23:13 | Kommentar (7)