október 09, 2006
oh.
Eftir að hafa ritað lengstu blöögfærslu lífs míns, uppfull af tóndæmum og fræknum sögum af vikunni sem leið, ansaði ég símanum sigri hrósandi. Í eitt sekúndubrot eftir að ég sleit símtalinu virðist sem ég hafi misst meðvitund.. og lokaði vafranum. Og auðvitað ekkert vistað. Ég ætla ekki að fara endurtaka neitt. Þessi færsla verður því skemmtilega bitur.
**
Airwaves. Ég var afar pirraður yfir hátíðinni í fyrra. Endalausar biðraðir. Og Íslendingar hafa nú aldrei kunnað að bíða í biðröðum svo þetta var alveg dúúmd. Ég fussaði og sveijaði og drakk svo bara meiri bjór. Ekki aftur sagði ég og drakk svo enn meiri bjór og kvartaði yfir af hverju bandaríkjamenn þyrftu að vera svona hávaxnir og ég ekki svona hávaxinn. En nú styttist í næstu hátíð og ég er auðvitað búinn að kaupa miða. Meðvirka gullfiskaminnið í algleymingi.. eða al-ó-gleymingi. Hvað annað. Ég er nokkurn veginn búinn að sjá prógrammið mitt fyrir.. Helst spurning um hvort Whitest Boy Alive eða Love is All verði fyrir valinu á fimmtudag og svo Wolf Parade og Go! Team á föstudeginum. En já. Svo er bara að vona að einhverjir kjánalingar með vondan tónlistarsmekk verði látnir skrifa "sjáðu þetta á airwaves!" pistlana í blöðunum sem allt fólkið sem nennir-ekkert-að- spá-í-þessari-tónlist-og-eiginlega- helst-bara-sósaílisera-á-þessum-tónleikum fylgir í einu og öllu. Það myndi bjarga öllu. Oh, það er dásamlegt hvað ég er bitur í dag.
**
Skakkamanage. Ég sá í gær tónleika skakkamange (borið fram: skakkamana-gé að ég held) í Mál og Menningu. Svaka fínt og var platan keypt í kjölfarið. Svaka fín plata og verður gaman að sjá þau á umræddum airwaves..
**
Taxidermia/Uppstoppun. Ég er enn í hálfgerðu sjokki eftir taxidermiu. Ég veit ekki hvað ég get svo sem sagt. Frábær mynd. Sprenghlægileg en jafnframt viðbjóðsleg á köflum. Jájá.