pleijlisti Take Me Home!! um mig

október 21, 2006

og kúra í koti hálsa.

Já, nokkur orð í tilefni dagsins. Úr höfuðstöðvum skeleton klub er allt hið besta að frétta. Enda alltof langt síðan síðast. Og svo var einhver kjánalingur með derring í gær varðandi blöög-leti mína. Heyr kæru lesendur, hér kemur enn einn gleðiorðaflaumurinn.

Airwaves. Veisla. Hef hingað til lent í minni röðum en í fyrra og verið meira á flakki svo ég hef tekið þessa hátíð í gríðargott sátt. Það var þó alveg óþolandi troðningur á gauknum á fimmtudag og ég skil ekki þetta blæti airwaves manna að setja stærstu böndin á gaukinn.. fiery furnaces, the shins og nú wolf parade. Ég hef þó séð marga frábæra tónleika. Fékk einnig vænan skammt af olnbogum í minn litla búk og varð alveg hreint löðursveittur og hress á go! team. Ég skemmti mér allavega vel þó svo að hljóðið hafi verið í lakari kantinum. Kannski ekki mikið að marka miðað við hvar ég stóð/hreyfði útlimi mína. Yfirhöfuð alveg hreint fínasta skemmtun. Kvöldið alveg óljóst. Jens Lekman og Patric Watson allavega. Og Johnny Sexual.

Tónlist. Já, gríðarmikið gott og nýtt undir nálinni og sjá! Hér koma nokkur tóndæmi.

Pas/Cal. Nýr ep, Dear Sir, kominn út. Sykursæta falsettu indie-poppið veldur eilitlum vonbrigðum í þetta sinn. Var með ofur-háar væntingar enda fyrri afrek sveitarinnar hreint frábær. Óvænt en ánægjulegt hliðarspor í tilraunareldhúsið í laginu 'dear sir' og klassísk pas/cal gleði í 'c.a.u. (sans muscle)'. Ég mun bíða spenntur eftir stóru plötunni.

_pascal.gif

Pas/Cal - Dear Sir [mp3]
Pas/Cal - C.A.U. (Sans Muscle) [mp3]

**

The Long Blondes. Kominn með lekanda af debjút plötunni eftir langa bið. Tek nú öllum svona útgáfum með fyrirvara. En æjj ó æ. Já. Ég sakna hráa sándsins sem einkenndi demó-in frábæru sem sveitin sendi frá sér. Til dæmis er giddy strat full óverpródúseruð fyrir minn smekk. Engu að síður verður platan að öllum líkindum a suúccess.

The Long Blondes - Weekend Without Makeup [mp3]
The Long Blondes - Swallow Tattoo [mp3]

**

Og fyrir Herra Heim og Hlyn. Bodyrox. D Ramirez endurgerð af Yeah Yeah. Það ættu nú allir að geta hrisst bumbur og botna við þetta. Eða allavega dinglað kollinum í takt.

Bodyrox - Yeah Yeah (D Ramirez mix) [mp3]

**

Hei, nú er ég forvitinn. Hver ert þú lesandi góður. Ég nefnilega hef ekki góða hugmynd hver og hvaða fólk nennir eða hefur áhuga á að leggja vefleið sína hingað. Nema þeir sem kommenta reglulega (lesist: Hannes). Og já. Þetta er auðvitað ekkert annað en örvæntingarfullt kall á hvatningu. Því ég nenni ekkert að skrifa á veraldarvefinn ef það les þetta enginn nema ég (til að skoða hvort einhver kommentaði) og Hannes. Jæja. Ég er farinn út. Hafið það gott.

Blöögað þann 21.10.06 20:19 | Kommentar (15)