pleijlisti Take Me Home!! um mig

nóvember 04, 2006

Stuð # 2.

Já. Endajaxlataka. Þið afsakið en ég hef eytt undanförnum dögum í að undirbúa mig andlega og líkamlega undir átök gærdagsins og hef því lítið látið að mér kveða hér. Í árbænum er því bara parkódín partí og bústnir kjálkar. Helgin fer í ís og tjill. Þetta var nú mun verra en síðast en þessu er þó lokið. Reyndar hafði aðstoðarstúlkan flugelda-hlífðargleraugu á sér sem glampaði á. Þannig að ég gat séð allt aksjíonið í munninum glampast á gleraugum hennar sem var hræðilegt. Annars er nú ekki mikið að frétta. Vinna og lífið. Og höfuðverkir og blóðprufur með tilheyrandi vænisýki (vonandi). Ég er búinn að gúgla öllum hugsanlega sjúkdómum upp og niðurstöðurnar eru ekki mér í hag miðað við ógrynnið af síðunum sem gúgöl var svo gott að benda mér á.
tolvunord.jpg

**

Bjarni og Ingunn. Þessi færsla er tileinkuð honum Einari litla. Ég þakka heiðurinn. Eða já, ég gef mér reyndar að barnið verði skýrt í höfuðið á mér, fullkomlega skyljanlegt. Hér er hægt að skoða krílið. Ég þjáist reyndar af pedophóbíu (fear of children) og ephebiphobia (fear of teenagers) af háu stigi en það er nú bara honum Atla að kenna. Of stór skammtur af happy slapping sögum er ekki neinum manni til góðs. Þetta ku vera nýjasta stundargaman barna og unglinga. Líkt og Atli þá þá læsi ég því bílnum eða fel mig á bakvið næstu ruslatunnu þegar ég sé hóp unglinga nálgast. En þrátt fyrir þessa nýtilkomnu fóbíu hjá mér er ég nú ekki vitund hræddur við hann Einar litla. Það er augljóst að hér er á ferðinni glæstur gaur með allt annað en ótuktarleg happy slapping í huga. Hann verður svo sannarlega verðugur nafni. Ójájá.

**

Pleijlisti á mánudag. Með ör-listun á lagavali. En já, ég ætla halda áfram að vera slappur.

ludi.jpg

Blöögað þann 04.11.06 20:51 | Kommentar (7)