nóvember 06, 2006
Pleij this bwoy/grrl.
Jájá. Nýlegt og ansi ferskt. Hitt og þetta sem borist hefur eyrum mínum. Flæði tilgangslausra lýsingarorða verður meginþema færslunnar. Að tónlistinni undanskyldri.
01. Hot Chip - Sexual Healing
02. The Shins - Red Rabbits
03. White Flight - Deathhands
04. Mahogany - One Plus One Equals Three Or More
05. Malajube - Pate Filo
06. Black Devil Disco Club - The Devil in Us
07. Domotic - I hate you Forever
08. Working For A Nuclear Free City - Quiet Place
09. Mercury Rev - Nite & Fog
10. Merz - Dangerous Heady Love Scheme
11. Snowden - Good News
12. Pétur og Úlfurinn - Track 03
13. Pétur og Úlfurinn - Track 13
14. Hey Willpower - Hundredaire
Endilega tjékkið á þessum indæla playlista hér!(pop-up). Nú já, eða bara smella á þar til gert íkon uppi til hægri.
**
01. Hot Chip - Sexual Healing
Þetta er gullmolli. Hiti og sviti og elektrónískur kynþokki. Rafrænn gersemi og ljúfsár harðneskja Marvin Gaye. Ha! Er einhver að punkta þetta niður!
02. The Shins - Red Rabbits
Ekki veit ég hversu oft ég hlustaði á 'Oh, inverted world' á sínum tíma. Frábær plata sem ég downloadaði fyrir tilviljun af slsk. The Shins hefur verið í miklu uppáhaldi og fyrstu tvær plötur þeirra í miklum metum hjá mér. Nýja platan hefur vaxið við hverja hlustun og tel ég hana vera talsvert betri chutes too narrow. Ég var ef til vill búinn að gíra niður væntingarnar við lestur nokkurra neikvæðisdóma.. og það eru enn 2-3 mánuðir í útgáfu! Þetta internet. En já.
03. White Flight - Deathhands
Arna sagði mér í síðasta mánuði að ég yrði að verða mér úti um þessa plötu. 'White Flight?' tautaði ég og fór svo að hlusta sem ég sé nú ekki eftir. Rakin snilld. Justin Roelofs er orðinn hreint tunglóður rappari. Hið efnilegasta sóló próject.
04. Mahogany - One Plus One Equals Three Or More
Nokkrar hlustanir og ég er alveg kolfallinn. Nýja platan frá Mahogany er hefur aldeilis tekið öll völd hér á bæ. Frábært stöff. Þetta verður eflaust í spilaranum töluvert lengur.
05. Malajube - Pate Filo
Enn eitt Montreal bandið. Fjandinn hafi það!
06. Black Devil Disco Club - The Devil in Us
Já ágætu hlustendur. Þetta gerist nú ekki mikið betra. Eftir 28 ár bið er Bernard Fevre mættur aftur. Þessir fransmenn.
07. Domotic - I hate you Forever
Fallegt lag og hljómfagur og fallegur boðskapur.
08. Working For A Nuclear Free City - Quiet Place
Manchester snilld. Mæli eindregið með þessari plötu. Quiet Place passaði ágætlega hérna inn.
09. Mercury Rev - Nite & Fog
Ah. Varð bara að hafa þetta inni vegna gríðagóðs nostalgíuskaps. Besta lag í heimi. Eða svona næstum því.
10. Merz - Dangerous Heady Love Scheme
Poppað og fínt. Hei, Christ Martin fílar þetta, kommon, Þetta hlýtur bara að vera djemantur.
11. Snowden - Good News
Snowden var að gífa út fína plötu, Anti-Anti. Þetta lag er reyndar ekki af henni. Interpólískt rokk.
12. Pétur og Úlfurinn - Track 03
13. Pétur og Úlfurinn - Track 13
Demó upptökur frá tvöþúsundog... 4 held ég. Óútgefið og hrátt. Gríðarþung en mögnuð plata sem verður sennilega seint gefin út. Stelst til að lauma þessu hingað.
14. Hey Willpower - Hundredaire
"If Usher and Justin Timberlake had an indie background, they would be Hey Willpower! They will make you pray for a JJ Fad reunion and for Michael Jackson to dominate radio again.".
Enda þetta á hressandi ógleði sem jaðrar hættulega mikið við viðbjóð. Þetta parkódín hlýtur að vera gera mér einhvern óleik.
Blöögað þann 06.11.06 20:43 | Kommentar (6)