pleijlisti Take Me Home!! um mig

nóvember 12, 2006

Ze Moustache.

Rólegheit og afslöppun aðra helgina í röð. Saumarnir voru teknir á föstudag og því er ég laus allra endajaxlamála. Hallelúja fyrir því. Ég keypti svo geypi fallega skó á laugardag. Peter Jensen for Buddhahood. Sjá meðfylgjandi mynd.

buddah.jpg

**

Jæja. Ég veit ekki hvað ég gerði Áka síðastliðið sumar. Hvar fór þetta allt úrskeiðis? En jú. Hann mun stripplast á nærbuxum einum fata á breiðvangi eftir tæpar tvær vikur. Hér getiði kosið þennan yndislega ógæfumann. Gefum honum von um betra líf. Stattu þig drengur!

**

Sufjan Stevens og svo London. Ójájá. Ég mun skella mér ásamt fríðu föruneyti til London um næstu helgi. Árshátíð hjá vinnunni og stuð. Hef að auki tæpa tvo daga til að slæpast, leyfa lífskúnstnernum í mér að blómstra, versla föt og tónlist og jafnvel jólagjafir. Kemst ekki á neina áhugaverða tónleika. Sem er miður. Annars veit ég ekki hvað ég mun nákvæmlega gera af mér. Greiðslukortið mun þó sennilega fá að finna fyrir því.

**

Fréttamynd ársins 2006. Áramótin haldin snemma í árbænum en ógæfumaður í rauðum bol reynir að skakkast í leikinn og stöðva herlegheitin í guðs nafni.
MSGBODY2.jpg

**

Moustache. Góðir lesendur. Þar sem ég var ansi viðkvæmur í kjálkanum í kjölfar endajaxlsins rakaði ég mig ekkert í rúma viku og í kvöld gerði ég þau drastísku mistök upp á grínið að raka allt nema skeggvöxt minn fyrir ofan efri vör. Uppátæki mitt vakti það mikla lukka hjá ákveðinni stúlku að hún hafði í hótunum við mig ef ég myndi raka mig (Lífshótanir á borð við: "ekkert skegg, ekkert sex" fengu að fjúka). Þegar þetta er ritað hef ég enn ekki rakað þennan hýjung af mér en það mun ég gera eftir tuttugu mínútur enda hef ég engan áhuga að á verða aðhlátursefni vinnufélaga minna í fyrramálið. Arna fékk þó að mynda þennan glæsilega skeggvöxt og má sjá afraksturinn hér fyrir neðan.

En einlæg aðdáun hennar fékk mig til að hugleiða málið og krefst ég svara í formi komments hér fyrir neðan. Á ég að safna yfirvaraskeggi (eða hormottu einsog ég kalla þennan viðbjóð) aftur yfir jólin og skarta glæsilegustu mottu landsins um áramótin? Ég ætla að leggja þetta undir ykkur þar sem ég treysti lesendum mínum fyrir öllu (ég áskil mér þó fullan rétt að breyta þessari staðhæfingu minni varðandi traust mitt á ykkur). En ég krefst svara! Með fyrirfram þökkum.

Ykkar skeggjaði,
Einar Birgir

IMG_0050.jpg

Blöögað þann 12.11.06 22:59 | Kommentar (19)