pleijlisti Take Me Home!! um mig

desember 01, 2006

Nú ætla ég að fá mér bjór til að verðlauna sjálfan mig eftir harðvítuga viku.

Hæ hó.

Þessi fjörlegi inngangur var í tilefni innkomu desembers. Ég hef í raun ekkert að segja en ég fann fyrir smá löngun að skrifa nokkur orð hérna.

**

Ég fékk ofboðslega fallegan pakka í pósti um daginn. Innpakkaðan í sænsk dagblöð og ah. Þvílíkur gullmoli. Þetta var nýji ep-inn frá Springfactory, As Winter Gives Way to Spring. Ég elska líka svíþjóð. Ég er í þessum rituðum orðum að borða jättegoda kakor, dubbla chokladaflarn sem er hreinn unaður í formi sænskrar smáköku. En já. Lina úr þessum hressasta dúett í heimi (Peter úr Suburban Kids with Biblical Names er hinn helmingurinn) sendi mér skífunna alveg hreint ókeypis gegn því að ég sendi henni mixteip til baka. Og nú geri ég ekkert nema dilla mér við þetta taktfasta og sykursæta poppelaði.

Springfactory - No More [mp3]

**

London. Svaka fínt. Svaka stuð og fljótandi áfengi. Gaman líka að þykjast rata svona mikið (sem ég geri nú reyndar ágætlega í þessari ágætu borg). Ég er einnig sagður vera alveg 7% hommi því ég kann alveg ágætlega við mig í búðum. Til dæmis plötubúðum. Ég get gleymt mér í plötubúðum. Og hef alltaf getað. Þessi eiginleiki kom sér vel fyrir foreldra mína á árum áður þegar ég ferðaðist með þeim erlendis og þau hugðust þramma verslunargötur. Og sniðugar búðir í hliðargötum. Ég fjárfesti líka í þriðja meðliminum í Skeleton Klub. Sjá mynd. Hann heitir Beini og stundar glímu í frístundum sínum. Hans helsti löstur er málleysi og stærð (tæpir 10 sentímetrar). En hann er helvíti svalur.

         

Flugferðir eru samt að vera algjört pein. Að dúsa í endalausum biðröðum til þess að laganna verðir hafi hendur í hári talíbananna er ansi þreytandi. Ég var látinn fara úr skónum mínum sem þýðir að ég er að breytast í þetta usual suspect fyrir shoe-bombers og terrorista. Lítill indí lúði með ipod. Kommon. En hei. Hvað er ég að svo sem að væla. Þökk sé glúrnum tollvörðum var stórhættulegur ellilíferisþegi gómaður (beint fyrir framan nefið mitt) með hárlakkið sitt og var þar með komið í veg fyrir hugsanlegt hárlakks-fíaskó með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. halelúja fyrir því.

**

En já. Tónlist. Eftir þennan orðaflaum þýðir ekkert annað tónlist.

Bítlarnir. Maður getur aldrei fengið nóg af þessum bítlum. Besta hljómsveit sem uppi hefur verið. Brian Wilson og bræður koma þar næstir. Af hinum nýútkomna Love disk.

The Beatles - I am the Walrus [mp3]
The Beatles - Strawberry Fields Forever [mp3]

**

Plus Device og Metronomy á dansgólfið!

Plus Device - Body Heat [mp3]
Metronomy - Trick or Treatz [mp3]

**

Don't Stop the Dance. Að heyra þessa perlu í nýlegri dressmann auglýsingu gladdi mitt litla hjarta. Bryan Ferry klikkar aldrei (tja, allavega ekki mjög oft) og það gerir ekki heldur koverið hennar Masha Qrella sem kom út á 7" í síðasta mánuði. Njótið vel.

bryan ferry


Bryan Ferry - Don't Stop the Dance [mp3]
Masha Qrella - Don't Stop the Dance [mp3]

**

Góða helgi.

Blöögað þann 01.12.06 22:23 | Kommentar (4)