pleijlisti Take Me Home!! um mig

desember 26, 2006

Ég er góður og á leið í bæinn.

Já. Það er gaman að ritskoða sig.

Já. Leti leti. Afsakið það. Annars hefur maður nóg að gera í vinnu og lífi svo ég hef ekkert að afsaka.

Hef verið að skoða árslistana en þeir eru alltaf jafn skemmtilegir. og umdeildir. Ég hef mig ekki í að gera einn slíkan enda of ærið verkefni í jóla-ofátinu. En hér koma skemmtilegar plötur sem ég hafði gaman af á árinu í algjörlega handahófskenndri röð. En plata ársins að mínu mati var The Warning með Hot Chip, enginn vafi. Mesta eftirvæntingin var Long Blondes (sem stóð jú vel undir væntingum) og mesta eftirvæntingin fyrir næsta ári.. Pas/Cal

Pipettes - We are The Pipettes
Islands - Return to the Sea
Mates of State - Bring it back
Hot Chip - The Warning
The Knife - Silent Shout
Cansei De Ser Sexy - Cansei De Ser Sexy
Copy - Mobious Beard
Tv on the Radio - Return To The Cookie Mountain
Junior Boys - So This Is Goodbye
Jóhann Jóhannsson - IBM 1401, a User's Manual
Skakkamanage - Lab of Love
Guillemots - Through The Windowpane
Belle & Sebastian - The Life Pursuit
Band Of Horses – Everything All The Time
Regina Spektor – Begin To Hope
Beach House - Beach House
The Concretes - In Colour
Tthe Long Blondes - Someone to Drive you Home
Tap Tap - Lanzafame

Það er þó ógjörningur fyrir mig að velja einhvern svona lista held ég. Hann verður líklega öðruvísi á morgun. Það er nú bara þannig með tónlist, þ.e.a.s. góða tónlist. Og verðlaunir fyrir tónlist eru alltaf hálf kjánalegar. Til dæmis eru íslensku tónlistarverðlaunin eitt stórt prump fyrir mér og með öllu (tjaa. eða ekki) ómarktæk. Ekki myndi ég fyrir mína aura borga einhverri nefnd útí bæ 20 þús kall til að vera kandídat í tilnefningu til þessara verðlauna. Oft hefur verið litið fram hjá betri plötum ársins vegna þess að þær tóku ekki þátt í þessum apalátum. Hverjum er svosem ekki sama, ég er byrjaður að hljóma einsog gamall bitur kall.

**

Nicóóól. Þetta er kærasta Jimi Tenor og hún er funheit. Jimi kallinn var víst með puttana í þessari og tónlistinni enda pródúcer með meiru. Þetta er spikfeitt soul. Tjékkkit.

Nicole Willis and The Soul Investigators - Holdin' On [mp3]
Nicole Willis and The Soul Investigators - If This Ain't Love (Don't Know What Is) [mp3]

(já, ég hef ekki verið nógu rómantískur á þessu blöögi. Arna músssíi ahh. Þetta er tileinkað þér).

**

Jáaaaam. Annars hef ég verið á einhverju dánlód fylleríi undanfarna daga. Og ekkert verið að lóðsa neinu hingað sem er synd. Og uppgvötað ýmsa sniiild sem ég lét fjúka framhjá á árinu.

Spank Rock? Það er hreint ótrúlegt að þessi plata hafið farið fram hjá mér á árinu því þetta er fita í hreinasta formi. Með betri hip hop plötum ársins. Ójá. Hlutstið á þetta sjitt.


Spank Rock - Rick Rubin [mp3]
Spank Rock - Sweet Talk [mp3]

**

Voxtrot, mjög frískandi.

Voxtrot - Soft & Warm [mp3]

**

Subtle. Enduruppgvötun hip hops hjá mér á árinu. Og anticon eru fyrir mér algjörir bjargvættir, taka það út fyrir flest mörk. þetta er ótrúlega flott. Eða kannski bara hip hop fyrir indí lúða?


Subtle - Middleclass Stomp [mp3]
Subtle - Return Of The Vein [mp3]

**

p.s. af hverju réð enginn dj skeleton klub til að dj-ía í jólapartíunum í ár?!?! Ha? Ha? þetta er besta plötusnúðateyma landsini for the love of god.

Ég ætlaði að setja einhvað af nýju Benna Hemm Hemm en já. Kommon, láttu einhvern annan syngja. Þetta er að gera mig vitlausan. Því þetta eru eru fráábær lög! Frekar set ég einhvað með Jens Lekmani, sigurvegara Airwaves 2006 (fyrir utan Erlend Öye). Hlustið.

Jens Lekman - the opposite of Hallelujah [mp3]
Jens Lekman - A Higher Power (jólalag!) [mp3]

Blöögað þann 26.12.06 23:17 | Kommentar (6)