pleijlisti Take Me Home!! um mig

desember 30, 2006

Hell Yea-uhs!

Það er ótrúlegt hvað einn knattspyrnuleikur getur fært manni mikla stundargleði og hvað þessi íþrótt getur verið ótrúlega skemmtileg. Dagurinn í dag sérstaklega skemmtilegur. Ójá. United mörðu glæstan sigur á Reading, íllmennin og skúrkarnir í Chelsea gerðu jafntefli við Fulham og núna rétt áðan var Arsenal að tapa. Ég lifi mig yfirleitt mikið inn í leikinn og þrátt fyrir að ég hafi horft á leikinn einn öskraði ég af geðshræringu þegar mínir menn skoruðu og kættist jafn mikið þegar Bocanegro jafnaði fyrir Fulham gegn Chelsea og nötraði jafnframt af stressi síðustu mínútur leikjanna. Þvílíkar geðsveiflur. Oftar en ekki hefur dagsform mitt og skap ráðist af einum mikilvægum fótboltaleik. Ótrúlegt. Ég held ég sé ekki einn um þessa geðveiki.

rooney

**

Ah. Tók alsherjar verslunar-frenzy áðan þegar ég þurfti að skipta jólagjöfum og fjárfesti í nokkrum plötum. Seríu Skúla Sverrissonar sem ég heyrði í heimboði um daginn og lofaði mjög góðu.. háfleygu plötuna frá Jónasi Sigurðssyni sem ég er forvitinn að heyra.. og loks plötu hinnar margrómuðu og íslensku súpergrúppu Evil Madness. Einnig lék tískuhomminn í mér lausum hala og ég keypti fínustu Henrik Vibskov peysu í heiminum.

evil

**

New Young Pony Club. Safarík gleði á laugardagskvöldi! Það verður spennandi að heyra stóru plötuna frá þessu bandi.

ahh

New Young Pony Club - Ice Cream [mp3]
New Young Pony Club - Get Dancey [mp3]

**

Tacks, the Boy Disaster. Hugarsmíði Evan Jacobs (úr The Polyphonic Spree). Einstaklega góð lög og hefur frumraun bandsins, EP'inn Oh, Beatrice, fengið að óma í árbænum enda um frábæran grip að ræða! Endilega tjékkið á þessu.

Tacks.gif

Tacks, the Boy Disaster - Forget-Me-Not [mp3]
Tacks, the Boy Disaster - Frozen Feel [mp3]

Blöögað þann 30.12.06 19:16 | Kommentar (11185)