pleijlisti Take Me Home!! um mig

febrúar 13, 2007

rólegheit #1.

Ójá. Endurkoman mikla. Ég hef reyndar byrjað margmargmargoft á færslu en alltaf hætt. En já ég þakka gott kvart og kvein. Það hlýjar manni svo sannarlega um hjartaræturnar. En jáaa. Undanfarinn mánuður. HM í handbolta og í kjölfarið hollt og þjóðrækið danahatur.

**

Ef þið, einsogég, hafið einhvern tíman verið að velta fyrir ykkur hvað sápuóperustjörnurnar geri af sér í frístundum sínum þá skuliði lesa áfram áfram.Bold and the Beautiful. Einhvern tíman í níunda bekk í gaggó east (lesist árbær) missti ég allt samband við raunveruleikann. Ég varð hálfgert antí-sócíal jogging fyrirbæri og eyddi frístundum mínum í að horfa á sápuóperuna Bold and the Beautiful ásamt móður minni. Ég varð heltekinn af þessu fyrirbæri. Svaf vart af spenningi. Horfði stíft á einsog hver önnur háöldruð kona á landinu. Ævintýri Ridge, Eric, Stephanie Forrester og Rauðhærða illmennisins Sally Spectru og dóttur hennar sem var upprennandi söngkona en fékk krabbamein í hálsinn. Og Taylor. Lenti í flugslysi og var næstum gift olíufursta í Casablanca. Oh. Hvílík nostalgía. En já. Í þessum þáttum var eitursvalur tískuhönnuður og kvennabósi með afar falskt bros. Ridge Forrester. Leikinn af náunga að nafni Ronn Moss og tekst Ronn kallinum að vera ennþá svalari í raunveruleikanum. Hér er mæspeisið hans. Tjékkið á Sharp dressed man promo videoinu.

890778626_l.jpg

**

Jájá. Við Arna vorum að bóka flug til Barcelona í sumar! Hittum þar fyrir og gistum hjá Haffa og Vanessu og það verður að öllum líkindum eiturhresst partí! Ójá.

**

Ég er núna bíleigandi. Húrra fyrir bílnum. Húrra fyrir bensínkostnaði og hækkandi hitastigi jarðarinnar. En nóg um það. Bíllinn er mjög góður og einnig eitursvalur. Húrra fyrir því. Héðan í frá mun ég eyða föstudags og laugardagskvöldum rúntandi niður laugarveg og bibandi á gellur.

**

En Jáaaa. Lítiðfjörlegt kombakk. Ég mun gera pleijlista á morgun enda uppfullur af orku eftir blööghlé. Tilkomumiklan pleijlista sem summerar upp áhlustun mína undanfarnar vikur. Já-ó-já.

Blöögað þann 13.02.07 22:05 | Kommentar (6)