febrúar 18, 2007
Pljlst #27.
Jájájá. Eilítið skrítnir dagar. En nóg um allt þetta tilfinningahjal. Og það var bara ansi erfitt að reyna summera upp einhverja áhlustun undanfarnar vikur. En ég vona að þið finnið einhvað við ykkar hæfi. Ég er mikið fyrir að gera svona mixteip, mix fyrir mig sjálfan, fyrir partí, fyrir vini o.s.frv. Þetta er bara óttarlega skemmtilegt en kjánalegt stundargaman. Öllu skemmtilegra en stakar mp3 færslur. Hvað um það.
01. The Spinto Band - Oh Mandy
02. Think about life - What the future might be
03. Electrelane - The Greater Times
04. Springfactory - As Winter Gives Way to Spring
05. The Lionheart Brothers - Hero Anthem
06. Dr. Dog - I've Just got the tell you
07. Cloud Cult - Chemicals Collide
08. ST - Debut
09. All girls summer fun band - Drawbridge
10. Eric's Trip - My Chest is Empty
11. Arcade Fire - Black Wave / Bad Vibrations
12. Modest Mouse - Missed the Boat
13. Nanook of the North - Phonecall
14. Beach House - Master of None
15. Menomena - The Pelican
16. Born Ruffians - This Sentence will Ruin Save your Life
17. Does it Offend You, Yeah? - We Are Rockstars
18. Frida Hyvönen - Come Another Night
Hlusta hér! (pop-up)
**
01. The Spinto Band - Oh, Mandy
"The Spinto Band is a rock band from Wilmington, Delaware." - From Wikipedia, the free encyclopedia.
02. Think About Life. Montreal, Kanada. Think About Life er spennandi tríó sem ég bloggaði um fyrir tæpu ári þegar þeir gáfu út sína fyrstu plötu. Hrár hljómur, synthar og bara helvíti grípandi stuð.
03. Electrelane - The Greater Times.
Gellubandið Electrelane komið með nýja plötu - No Shouts, No Calls. Hef rennt nokkrum sinnum í gegnum hana og er bara svona helvíti sáttur. Axes platan þeirra er í miklum metum hjá undirrituðum og því voru væntingarnar miklar og eru þær að standa undir þeim.
04. Springfactory - As Winter Gives Way to Spring
Ég held ég sé búinn að lofa snilld þessa dúetts nógu mikið út þetta ár. Sænskt indí-popp eins og það gerist best.
05. Lionheart Brothers - Hero Anthem. Þeir eru norskir og því óbjargandi. En það er ágætis nostalgíufílingur í þessu. Síðan er þetta hetju anthem. Talandi um hetjur - ég er algjörleg húkt á Heroes þættina. Ekki láta þessa þætti fara fram hjá ykkur.
06. Dr. Dog - I've Just Got to Tell You
Tekið af Takers and Leavers ep-inum frá 2006. Afskaplega skemmtilegt. Ég mæli einnig með We All Belong plötuna þeirra sem kemur út eftir 10 daga eða svo. Skemmtilegar breytingar þar á ferð.
[Uppfært: Tekið út, spilarinn ekki að höndla þessu enkóðun]. Laga bráðum
07. Cloud Cult - Chemicals Collide
[Uppfært: Tekið út, spilarinn ekki að höndla þessu enkóðun]. Laga bráðum
08. ST - Debut
09. All girls summer fun band - Drawbridge
10. Eric's trip - My Chest is Empty. Meistarar melankólíunnar. Síðan var Julie Doiron að gefa út plötu í janúar síðastliðnum sem ber heitið 'woke myself up' og ætti ekki að svíkja áhugasama.
11. Arcade Fire - Black Wave / Bad Vibrations. Já. Ný Arcade Fire plata og allt það. Við fyrstu hlustanir á lekan lofar þetta nú góðu. Þetta lag er til dæmis alls ekkert slor.
12. Modest Mouse - Missed the Boat. Modest Mouse með sterkan 'plata ársins' kandídat. Og nú með Smiths hetjuna, Johnny Marr, innanborðs. Frábært.
13.Nanook of the North - Phonecall.
Æji. Ég er algjör sökker fyrir þessu sænska-rólyndis-poppi. Veit afskaplega lítið um þennan dúett en debjút platan þeirra, The Täby Tapes, er góð góð og skemmtileg mixtúra af elektróník og indí-poppi. Gefið út 2004 en það er tiltölulega stutt síðan ég kynntist þessu bandi. Platan er saga af stráknum Nanook og ferð hans frá Alaska til Täby í Svíþjóð. og svo hlýtur "Forget It Jenny, Love Is Just A Privilege For The Rich" að vera skemmtilegasti titill sem hægt er að hafa á lagi.
14. Beach House - Master of None.
Ein af betri plötum 2006. Beach House eru þau Alex Scally og Victoria Legrand. Mæli eindregið með samnefndri plötu þeirri. Alúðleikinn uppmálaður og það ansi vel. þumlar upp.
15. Menomena - The Pelican. Tekið af hinni afbragðs 'Friend and Foe' - ég er ekki frá því að hún slái I am the Fun Blame Monster við. Mér skylst að þeir séu einnig ansi góðir á tónleikum. Menomena til Íslands! Ha!
16. Born Ruffians - This Sentence will Ruin/Save your Life
17. Does it Offend You, yeah? - We Are Rockstars
Santa Maria. Mjá já. Santa María er hún eiturhressa, sænska og poppaða Maria Eriksson eða María Eiríksdóttir einsog ég kalla hana í daglegur tali. Spilar á gítur, semur og syngur í The Concretes og Heikki. Já-ó-já. [Uppfært: jájá, en ég tók þetta lag bara út út út.]
18. Frida Hyvönen - Come Another Night. Hei Hei! Vei!
**
Allt innanlands fyrir þá sem hafa óskemmtilegan niðurhals kvóta yfir sér. Smella Smella