febrúar 25, 2007
TV-Zombie.
Ég er slappur. Bölvuð heilsa!
**
Og já! Leigubílaraðir. Eflaust leiðinlegasti staður á íslandi. Fullir íslendingar á leið heim í misgóðu ástandi. Hvar annars staðar fær dag- og náttfarsprúður tölvunördi að heyra frá ölvuðum óþokka á fimmtudsaldri að hann væri 'hommatittur í gráum jakka' einsog hann orðaði það svo skemmtilega. Skemmtilegt. Örnu fannst þetta reyndar ekkert fyndið og kom tölvunördanum til bjargar og sagði óþokkanum til syndanna. Sem virtist koma úr óvæntustu átt fyrir gaurinn því hann sagði ekki orð eftir það.
**
Tónlist. En fyrst. Peel.. Hann Hjalti var að smíða snilldartólið Peel fyrir alla tónlistarnörda með apple tölvur.
**
Person Pitch. Kemur út 20 mars og jahérna. þetta er nú bara með því betra sem ég hef heyrt lengi lengi. Panda Bear er Noah Lennox úr hinni mikilfenglegu Animal Collective. Ansi auðmeltanleg plata miðað við fyrri verk þó sýrukeimurinn ljúfi loði enn við. Brian wilson áhrifin alls staðar. Noah er ef til vill undir undir sömu efnaáhrifum og Brian Wilson var á sínum tíma? Hvað um það. Frábært stöff. Og koverið er einstaklega flott. Sjá og heyrið.
Panda Bear - Take Pills [mp3]
Panda Bear - Ponytail [mp3]
**
Metronomy. Elektró-búgíwúgi. Another Me to Mother you af 'You Could Easily Have Me' ep-inu og svo Black Eye / Burnt Thumb af Pip Paine (Pay Back The £5000 You Owe) breiðskífunni. Allt vel hresst og gott í hófi.
Metronomy - Another Me to Mother you [mp3]
Metronomy - Black Eye - Burnt Thumb [mp3]
**
Chromatics. Tekið af einhverjum disk sem var dreyft á tónleikum með þeim. Veit ekkert, veit ekki af hverju, en líkar vel. Mælimæli með hlustun.
Chromatics - In The City [mp3]
Chromatics - Baby [mp3]