febrúar 27, 2007
Kominn á hvíta tjaldið.
Tekið úr gagnrýni um kvikmyndina Foreldrar.
"Víkingur Kristjánsson leikur bisnessmanninn Einar Birgi sem er búinn að mála sig út í horn og gerir það mjög sannfærandi. Það er minnsta framvindan í sögu Einars – eymd hans er nokkuð statísk og hans persóna á minnsta samúð í myndinni. Einar er steríótýpan af vonlausum viðskiptaplebba sem heldur að hann geti leyst öll vandamál með því að versla sig út úr þeim."
"Einar Birgir (Víkingur Kristjánsson) er viðskiptafræðingur sem gengur vel í vinnu en ekki eins í einkalífinu. Síðustu mánuði hefur Einar búið á Hótel Íslandi þar sem hann bíður eftir því að konan hans átti sig á þeim skelfilegu mistökum að hafa hent honum út."
Hann ber svo sannarlega nafn með renntu. Það virðist sem einn af handritshöfundum myndarinnar hafi horn í síðu mína. Þetta er samsæri!
Blöögað þann 27.02.07 14:30 | Kommentar (718)