maí 09, 2007
heiii #tvö.
Heeeii. Smá tæknileg sei-seinkunn. Þessar tölvur. Þetta hefur á daga mína drifið. Stuttorður enda allar málalengingar óþarfi. Stop. En ég lofa betri tíð enn eina ferðina. Reyndar búið að vera að brjálað að gera sem aldrei fyrr.
**
Fór með nefrennsli og hósta á Peter, Bjorn og John (sem var reyndar fjarverandi). Frábær lög en nokkuð laklegt sánd (eða of slappur Einar) og tónleikarnir eilítil vonbrigði. Reyndar setti heilsan eflaust sitt mark á upplifunina. Einstaklega hrifinn af útgáfu þeirra af Amsterdam. Einnig fannst mér skemmtilegt hvað þetta voru innilega miklir nördar. En Bjorn ætti að láta kómíkina alveg eiga sig.
**
Mætti galvaskur í búningapartí sem franskur stjörnustríðshryðjuverkamaður. Björk var hress. Árshátíð LHÍ var einnig hressandi sem og rauðvínsdrykkja mín það kvöld. Hei. Svo varð ég stuttmyndastjarna. Green-Screen myndataka með spreningum, eldfjöllum og látum. Var ferskur um helgar en vann þess á milli sem tölvunörd og föndraði með Örnu. Og United enskir meistarar!
**
Hei. Barcelona nálgast og nú síðast Berlín í lok ágúst. Ójá. Fínt. Skeleton Klub að sigra heiminn.
**
Tónlist. Heei.
HEI! Hlustið á þetta. Jeremy Warmsley frá Lundúnum. Melódískt pop með smá elektóník. Afar heillandi. Platan límist algjörlega á heilann. jeremy þessi hefur víst verið að túra með Shins og Reginu Spektor. Ég veit ekki hvernig þetta fór fram hjá mér en platan heitir The Art Of Fiction og kom held ég út í fyrra.?
Jeremy Warmsley - I Promise [mp3]
Jeremy Warmsley - Dirty Blue Jeans [mp3]
Jeremy Warmsley - 5 Verses [mp3]
**
Handsome Furs. Handsome Furs eru Dan Boeckner úr Wolf Parade og unnustu hans, Alexei Perry. Lagið er tekið af plötunni 'Plague Park' sem mér skylst að verði gefin út á Sub Pop labelinu. Fínasta stöff.
Handsome Furs - What We Had [mp3]
**
The Concretes gáfu nýverið út plötuna Hey Trouble. Mikið hefur gengið á í herbúðum Concretes og hætti Victoría Bergsman (sú hin sama og sönglaði og blístraði með Peter, Björn og John í Young Folks) í miðjum túrnum um bandaríkin. Mikill missir fyrir bandið að mínu mati, en engu að síður hlakka ég til að heyra deibjút plötuna frá taken by trees, sem er sóló-prójekt Victoríu og kemur einnig út á þessu ári. En já.. skífan nær ekki sömu hæðum og In Colour enda kannski ekki auðvelt verk þar sem sú plata var ein sú allra besta á síðasta ári. Hins vegar læðast inn á milli stórfín lög einsog Kids..
"Can we play it from the start
Let's relive just the chorus
Can we rewind to the part
Me on drums and you guitar"
The Concretes - Kids [mp3]
**
En já. Talandi, eða ritandi öllu heldur, um Victoriu. Hún er um Þessar mundir að safna freknum og taka upp vidjó í sólinni í Mexíkó. Hér er demo af áður nefndri sóló-plötu sem Rough Trade mun gefa út (það minnir mig í það minnsta). Þrælskemmtilegt. Þessi demó lofa svo sannarlega góðu.
Taken by Trees - Lost and Found [mp3]
**
Að lokum. White Rabbits heitir bandið og Fort Nightly heitir platan. Oft spiluð samkvæmt tölfræði iTunes spilarans sem ég er að reyna sættast við.
White Rabbits - The Plot [mp3]
White Rabbits - Kid on My Shoulders [mp3]