maí 21, 2007
Helllll-gin-er-búin/ið.
Ég er orðinn alveg grill-óður. Þegar ég er ekki að glíma þá er ég að grilla. Ég gerði ekkert nema að grilla og drekka engiferöl og límonaði íste þessa helgina.
**
The Tough Alliance. Afar vel heppnað og skemmtilegt nýtt stöff frá Svíþjóð. En ekki hvað? Sumar og gleði og svo er snjóandi úti núna.
The Tough Alliance - Miami [mp3]
The Tough Alliance - First Class Riot [mp3]
**
Horfði loks á Danielson: a family movie. Stórskemmtilegt og fínasta dokkúmentarí. Sjá síðu hér. Daniel Smith og guðdómlega tónlistin hans (og fjölskyldu og félaga). Indí rokk fenomenahh í hjúkkubúningum. Mæli með!
**
Hey Hey My My. Það er ljóst að tónlistarmenn í dag eru að verða uppiskroppa með nöfn. Ég er allavega löngu hættur að reyna spá í þessum nafngiftum. Neil Young tribute? Hey Hey My My með frambærilega plötu sem ber einnig hið skemmtilega nafn Hey Hey My My. Úff.
Hey Hey My My - I Need Sometime [mp3]
Hey Hey My My - Picking [mp3]
**
Crystal Castles. 8-bita ofurhetjur frá Toronto!
Crystal Castles - Airwar [mp3]
Crystal Castles - Dolls [mp3]
**
Bónus! Nýtt Springfactory demó í lökum gæðum. Það er eintóm hamingja með það.
Springfactory - Peggy Pear [mp3]
**
Annað örstutt þar sem ég er svo latur að blögga. Spoon nýja farin að hljóma mjög vel eftir nokkrar hlustanir. Eiginlega alveg frábærlega. Dan Deacon er elektró brjálæðingur sem fellur stórvel í kramið hjá undirrituðum. Art Prump, nei ég meina Art Brut. En nóg um þá plötu. New Young Pony Club eiturhress að vanda á breiðskífulekandum.
Blöögað þann 21.05.07 22:59 | Kommentar (3)