júní 19, 2007
pirate wolf spider.
Já. Góðu lesendur. Ég vil byrja á að biðjast afsökunar á blöögleysi. En gósentíð blöögsins er framundan og verður blöögað á hverjum degi þar til Skeleton klubb leggur undir sig Barcelona. Ég skrifaði reyndar svakalega færslu í ölæði síðasta laugardag en hafði sem betur fer ekki rænu á að breyta úr draft í publish. Guð blessi fækkandi stuðfærslum og batnandi mannorði mínu.
**
Og sjá! Hér til hægri er nú hægt að bæta síðunni í rss fídin ykkar. Einnig getið þið njósnað um fyrri skrif með því að smella á 'aftur til fortíðar' íkonið.
**
Caribou (áður Manitoba) með nýja plötu, Andorra og jafnframt sitt besta stöff hingað til! Einskær snilld. Já, og alveg hreint ljómandi sækadelíu elektróník læðist þarna inn á milli. Ha!
Caribou - She's the One [mp3]
Caribou - After Hours [mp3]
**
Er að spá í að skella mér á Los Campesinos í katalóníu. Ég er nú eilítill sökker fyrir svona stöffi. Þetta er samt alveg á mörkunum að vera óþolandi. Þunn lína þarna á milli.
Los Campesinos! - It started with a mixx [mp3]
Los Campesinos! - We Throw Parties, You Throw Knives [mp3]
**
Taxi Taxi! Sænsk tvíburakrútt með fína ep plötu. Blood Music eru einnig sænskir og afar hressir.
Taxi Taxi! - All I think of [mp3]
Blood Music - The Hair [mp3]
**
Subtle. Skrifaði um þetta band í fyrra þegar þeir gáfu út hina frábæru For Hero: For Fool plötu. Bandið lenti í miklum hremmingum á bandaríkjatúr þeirra í ferbrúar í fyrra þegar rútan þeirra lenti árekstri og Dax Pierson hálsbrotnaði með þeim hræðilegu afleiðingum að hann lamaðist. anticon með ferskari labelum í dag.
Subtle - Middleclass Stomp [mp3]
Subtle - Return Of The Vein [mp3]
**
Og talandi, eða ritandi, um hip hop. Cadence Weapon í miklu uppáhaldi. Ótrúlega skemmtilegur tölvuleikjafílingur í þessu.
Cadence Weapon - Vicarious [mp3]
**
Skemmtilegir úútlendingar (og jafnframt vinir Örnu.. og líka mínir núna) frá Turku og New York komu til Íslands og við fórum smá út á land.
Hetjan ykkar á hlaupum með nesti í formi smákaka.
James og Elina
Já, í sínu náttúrulega umhverfi
Jessica