júlí 02, 2007
H-H-H-H-H.
Kominn í sumarfrí og kominn heim frá Barcelona (eða Barcelokah! einsog ég kalla borgina eftir nokkra mojito drykki). Fínt að aftengja sig algjörlega frá vinnunni og kúpla sig út í nokkrar vikur. Sólbrúnn og með fallega bjórbumbu.
Við gistum í gestaherbergi hjá Haffa í Barcelona. Beint flug og eintóm hamingja. Einnig eintómt stuð á flugvellinum. Sólbrenndir og pirraðir Íslendingar í biðröð að bíða eftir að geta tjékkað inn, blótandi hægagangi spánverjanna. Merkilegt hvað þessi prócess virðist alltaf koma sumu fólki jafn mikið á óvart. Það hafa alltaf verið biðraðir í þessi tjékk-in og þeim mun eflaust ekkert fækka á næstunni. Ég á þó enn eftir að prófa þetta hrað-tjéekk-inn apparat í Leifstöð. Það gæti verið gott stuð.
**
Hafsteinn býr í Born hverfinu sem var ótrúlega fínt. Born er í dag uppahverfi sem er uppfullt af flottum veitingarstöðum, mega-börum og hönnunarbúðum en fyrir 10 árum var þetta víst staður-sem-þú-labbaðir-ekki-um-með-börnin-þín eeen ærlegar hreingerningar (í orðsins fyllstu merkinu) hafa átt sér stað í hverfinu (að hluta til í það minnsta) svo nú geta túristar rölt um í sakleysi sínu með vasa fulla af peningum. Við vorum einnig afar kúltúral og þræddum Raval hverfið og skoðuðum nýlistarsöfn og plötubúðir, en þar búa bara fátækir megahipsterar og Arabar (skv. öruggum heimildum Haffa). Ég hendi kannski inn myndum ef ég verð í stuði. Ég hef sjaldan labbað jafn mikið á einni viku en við löbbuðum allt, tókum bara einu sinni metró'inn á einhverja opnun en vegna tímaskorts var ekki annað hægt. Ég krafðist að fá að hlaupa á staðinn en það reyndist ógerlegt. Ah, þvílíkt afrek og þvílíkur dugnaður kæru lesendur.
**
Lecool Barcelona er mjög sniðug síða. Einnig er stafrækt lecool fyrir Madrid, Lisboa, London, Istanbul, Milan og Roma. getrvk.com er eins síða fyrir Reykjavik en virðist ekki vera tengd lecool. Gluggaði einnig i lecool bókina sem var enn sniðugri. Mæli með!
**
Stefán er með mp3 blogg sem vert er að bæta í rss fídið og fylgjast vandlega með. Einn merkasti heimildarþáttur sem gerður hefur verið á barnaskólastigi um Óðinn (sem er víst æðstur guða í norrænni og germanskri goðafræði, þar sem hann er guð visku, herkænsku, stríðs, galdra, sigurs og skáldskapar) var gerður af undirituðum og Stefáni og stórkemmtilegum ungverja sem nú vinnur hörðum höndum að uppgrefti á kirkjubæjarklaustri með teskeið og tannbursta að vopni.
**
Tónlist...
BOAT. Frábært að koma aftur og hafa nýja BOAT plötu bíðandi eftir sér. Let's Drag Our Feet heitir platan. Bandið minnir eilítið á unicorns og er þetta afar gott stöff.
BOAT - Period, Backslash, Colon [mp3]
BOAT - The Whistle Test [mp3]
**
Regina. Elektró pop frá Finnlandi. Gáfu nýverið út Oi miten suuria voimia! sem er töluvert frábrugðin frumraun þeirra Katso maisemaa sem hefur ósjaldan fengið að rúlla í gegn. Að auki er koverið á þeirri skífu frábært (sjá fyrir neðan). Ég henti inn lögunum Elokuva og Olisitko sittenkin halunnut palata af Katso og Paras aika vuodesta og Suuria voimia! af þeirri nýju. Ég veit ekki hvaða tilgangi það þjónaði að telja upp nöfnin á þessum lögum en þau hljóta að þýða einhvað merkilegt.
Regina - Elokuva [mp3]
Regina - Olisitko sittenkin halunnut palata [mp3]
Regina - Paras aika vuodesta [mp3]
Regina - Suuria voimia! [mp3]
**
The Brunettes. Indí popp frá nýja sjálandi og er deibjút platan, Structure & Cosmetics, gefin út á Sub Pop.
The Brunettes - B.A.B.Y. [mp3]
The Brunettes - Obligatory Road Song [mp3]