pleijlisti Take Me Home!! um mig

júlí 10, 2007

Let's get physical.

Já. Nú þýðir ekkert nema jihad á þessa bumbu og hef ég þess vegna fjárfest í glæsilegu líkamsræktartóli. Heyr kæru lesendur - Ég hef eignast fússball-borð! Þetta hlýtur að teljast með betri fjárfestingum mínum. Borðið heitir Striker og er myndskreytt fallega með eldingarboltum og er grá-blátt á litinn og sómar sig einstaklega vel hérna á miðju gólfinu.

**

Carlos Tevez. Argentíski snillingurinn ku vera á leiðinni til Man United (vonandi!). Torres hvað? Ha!

tevez.gif

**

Figurines. Eitt af fáum böndum sem ég kann að meta frá Danmörku. Ný plata að komin út sem ber hið mikilfenglega nafn, When the deer wore blue.

Figurines - Drove you Miles [mp3]
Figurines - Lets Head Out [mp3]

**

Apostle of Hustle. Fyrr á þessu ári gaf hljómsveitin Apostle of Hustle, sem Andrew Whiteman úr Broken Social Scene leiðir, út sína aðra breiðskífu og heitir gripurinn The National Anthem of Nowhere. Afskaplega gott. Henti inn titillagi plötunnar + Cheap Like Sebastien + hinu frábæra Kings & Queens af Folklorik Feel plötu þeirra frá 2004.

apostle_of_hustle.gif

Apostle of Hustle - National Anthem of Nowhere [mp3]
Apostle of Hustle - Cheap Like Sebastien [mp3]
Apostle of Hustle - Kings & Queens [mp3]

Blöögað þann 10.07.07 12:37 | Kommentar (5)