pleijlisti Take Me Home!! um mig

júlí 12, 2007

Flugeldar.

Það er glatað þegar browserinn krassar og færsla uppfull af fróðleik og gleði glatast. Nú er ég jafn grimmur á svipinn og á myndinni hérna til hægri. Ég ætti nú kannski svissa henni út fyrir einhverja krúttmynd. En ég er nú að reyna að vera töff og svona.

**

Ég vil enn og aftur minna á snilldar apparatið hans Hjalta sem er draumur hvers tónlistarnörds. Húrra fyrir Hjalta og Peel.

**

Animal Collective. Ég var svo heppinn að sjá Animal Collective á tónleikum í fyrra. Það var mögnuð upplifun. Í vikunni lak nýja platan, Strawberry Jam, á internetið. Hún er eflaust sú aðgengilegasta til þessa - og alveg stórgóð við fyrstu hlustanir. Ég veit ekki hvað er hægt að segja um þessa menn, Panda Bear henti fram hinni stórkostlegu Person Pitch fyrir nokkrum mánuðum, Avey Tare (og Kria Brekkan - fyrrum múm-liði) komu svo með súrustu plötu ársins og nú þetta. Óstöðvandi. Ha! Óstöðvandi maskína. Hlustið nú á þetta.

animalcollective.gif

Animal Collective - Fireworks [mp3]
Animal Collective - Peacebone [mp3]

**

Fiery Furnaces. Jáa.. og enn ein platan frá systkynunum fræknu frá Brooklyn á leiðinni og mun hún bera hið skemmtilega nafn Widow City. Þau eru afskaplega dugleg við að gefa út sem er hið besta mál. Ég veit ekki hvort þessi eigi séns í Blueberry Boat en Automatic Husband sparkar í rassa! Wu-Furnaces!

fiery_furn.gif

Fiery Furnaces - Automatic Husband [mp3]
Fiery Furnaces - Ex-Guru [mp3]

Blöögað þann 12.07.07 19:27 | Kommentar (3)