pleijlisti Take Me Home!! um mig

ágúst 28, 2007

Hei-m..

Jæja, kominn heim frá Berlín og nú þýðir ekkert nema gósentíð í blööginu. Bömmer að missa af Jens Lekman. Og jæja. Ég hafði það mjög gott. Keypti böns af vinyl og var mjög kúltúral. Ég er reyndar algjörlega dottinn úr sambandi en ég veit til þess að Owen Wilson sé í vanda. Hollywood shocker einsog þeir segja á Fox News.

**

Hef horft yfir mig (þeas mjög mikið, sbr. að borða 'yfir sig') af Flight of the Conchords. Ohh. Þessi þættir eru svo frábærir. Meira um þetta síðar.

**

Skreemr. Kannski óld njúvs en allavega. Ég veit takmarkað um þessa síðu en ég hef verið að fá nokkur hitt (slangur meðal tölvunörda um heimsóknir) þaðan þar sem bloggið mitt er væntanlega skráð þarna. Þú semsagt leitar að hljómsveit eða listamanni (t.d. Jens Lekman ) og þá koma fullt af skemmtilegum niðurstöðum.. hver bloggaði og hvaða lag og slóð á mp3 fælinn sjálfann.

"SkreemR is a search engine for locating audio files on the web. We don't actually host any files--we index what exists on the publicly accessible reaches of the internet. Our goal is to make this content as searchable and useable to the internet community as possible."

**

Jájá. Meira síðar.

Blöögað þann 28.08.07 19:59 | Kommentar (8)