pleijlisti Take Me Home!! um mig

nóvember 22, 2007

Keiji.

Ég er búinn að reyna nokkrum sinnum að skrifa nýja færslu en alltaf hætt á miðri leið. Nú kemur þetta vonandi.

**

Barcelona var afar hressandi. Nördismi í hámarki á daginn og blekun á kvöldin. Leitin að fantastico, sidecar, glas misst á vegg, rímur böstaðar fyrir ameríkana og almennur hressleiki. Þakka Bó og Grími (kúl bankavefnördar) fyrir góðar stundir!

Interpol voru með frábært sett og það er næstum ómannlegt hvað þetta band var þétt. Katalóníubúar voru eiturhressir svo stemmingin var góð. Staðurinn var magnifico einsog þeir segja, cirka 1500 manns og hljóðið tær snilld. Ekki má gleyma Blonde Redhead sem voru freeesh. Sjííí!

**

Her er allt í móki. Og krúttin öll að deyja úr glokenspiel-tóna-overdósi og Sprengjuhöllin komin til bjargar á hvíta hestinum skv. mogganum. Hvað gerir Arna Múm núna? Hvað með bílastæðavörðin? Er Mörður faðir svikula sendilsins?

**

Fékk inn um lúguna áðan deibjút plötu Thailands og ber hún hið merkilega nafn Motorcade. Hel-Hressandi band frá LA og er platan atarna bara helvíti góð. Hér eru tvö stykki.

Thailand - Ocean Of Fire [mp3]
Thailand - The Long Jet [mp3]

**

Hin stórgóða Sambassadeur var einnig að lauma nýrri breiðskífu. Gerist ekki betra en þetta.

Sambassadeur - Falling in Love [mp3]

**

Og rrrúsínan í pylsuendanum. MGMT (einnig þekkt sem the management). I just can't get enough einsog skáldið sagði. Ójá, platan heitir ekki Oracular Spectacular fyrir neitt. Þetta er sko ekkert slor, það get ég sagt ykkur. Sagan segir að Andrew VanWyngarden úr MGMT sé að vinna með Kevin Barnes, höfuðpaur Of Montreal gengisins, að óleynilegu prójekti og ku plata vera á leiðinni undir nafninu Blikk Fang. Hljómar ekki illa. En hei, hlustið!

mgmt

MGMT - Kids [mp3]
MGMT - Time to Pretend [mp3]
MGMT - Weekend Wars [mp3]

Blöögað þann 22.11.07 22:55 | Kommentar (4)