desember 29, 2007
Yeah Yeah Year.
Jæja góðir hálsar. Ég er í viðbjóðslega vondu skapi. Ó men, Ég hata West Ham. En það stoppar mig ekki í dag. Ónei. Árslisti. Það er eiginlega alltaf jafn absúrd að reyna gera svona yndisaukandi árslista (sem vonandi einhver nennir að skoða og hlusta! og jafnvel Kommenta! Ha?!). Jámm, ég mun stikla á stóru og reyna vera stuttorður. En hei, svona er minn listi!
**
25. Thailand – Motorcade
Það eru ekki öll bönd sem taka Geir Ólafs á þetta og senda manni persónulegar kveðjur með disknum. En þeir kunna þetta í LA. Elektró-skotið indírokk af bestu gerð. Áreynslulaust og öruggt.
Thailand - Ocean Of Fire [mp3]
Thailand - The Long Jet [mp3]
24. The Shins - Wincing The Night Away
Melódían í hávegum höfð. The Shins í ögn tilraunakenndari gír en áður og er töluverð þróun í gangi í þeirra herbúðum. Platan olli mér miklum vonbrigðum enda er þetta sennilega þeirra lakasta plata. Þegar betur er að gáð á hún að sjálfsögðu ekkert heima hérna. En ég ræð og því geri ég eina undantekningu og set á listann ansi ófullkomna plötu, enda gallharður aðdáandi (?) þeirra. Inn á milli leynast þó góðir konfektmolar einsog þessir:
The Shins - Red Rabbits [mp3]
The Shins - Phantom Limb [mp3]
23. Deerhunter - Cryptograms
Deerhunter - Spring Hall Convert [mp3]
22. Radiohead – In Rainbows
Ein stærsta útgáfa ársins og mikið rætt og skrifað um hana. Í raun meira fjallað um drefinguna á tónlistinni heldur en tónlistina sjálfa. Hvað um það, In Rainbows var svo sannarlega engin vonbrigði. Radiohead sækja aftur á gömul mið ef einhvað er og er platan vel heppnuð. Víða finnst mér þó notkun á alls kyns effectum full yfirkeyrð og mætti gæla meira við einfaldleikann. Afar mikilfengleg plata en ekkert masterpís.
Radiohead - 15 Steps [mp3]
21. White Williams – Smoke
Smoke er tvímælalaust ein af ánægjulegustu plötum ársins. Kom einsog þruma úr heiðskýru lofti. Ferskt og gott.
White Williams - Smoke [mp3]
White Williams - New Violence [mp3]
20. Seabear – The ghost that carried us away
Afar öflug frumraun hjá Seabear sem rennur ljúflega í gegn. Einstaklega hlýlegt sánd og afar aðlaðandi og einlægar lagasmíðar. Gómsæt og lífræn súpa af melódíum, hugmyndum, hljóðum og frábærum röddunum.
Seabear - Libraries [mp3]
19. BOAT - Let's Drag Our Feet
Ferskt og einfalt stöff sem var tekið upp í kjallara í Seattle. Minnir eilítið á Unicorns / Islands. Hressir, bætir og kætir og sómar sig fullkomlega á þessum eiturhressa árslista.
BOAT - Period, Backslash, Colon [mp3]
BOAT - The Whistle Test [mp3]
18. White Rabbits - For Nightly
White Rabbits. Ekkert nýtt á ferðinni en alveg hel-hressandi, ein skemmtilegasta rokkplata ársins.
White Rabbits - The Plot [mp3]
White Rabbits - Kid on My Shoulders [mp3]
17. Ólöf Arnalds - Við og Við
Gullfalleg plata sem varð að hálfgerðri theme-tónlist fyrir alla köldu morgnana í bíl á leið upp á höfðabakka.
Ólöf Arnalds - Englar og Dárar [mp3]
16. MGMT - Oracular Spectacular
Óvæntasti glaðningur ársins. Hressandi dúett frá Connecticut með húkkum sem líma sig samstundis við heilann. Óheft gleði, tja, ef svo má að orði komast.
MGMT - Kids [mp3]
MGMT - Time to Pretend [mp3]
MGMT - Weekend Wars [mp3]
15. Blonde Redhead – 23
Sjöunda platan frá Blonde Redhead og er hér um að ræða prýðisgrip en þó ekki gallalausan. Ég blæs á allt hjal um óverpródúseringu / eða um "misheppnaðar tilraunir" til að sigla í meginstrauminn. Jú, nýr hljómur en bara helvíti góður að mínu mati! Einnig var gríðargaman að sjá þau fara á kostum í Barcelona í haust. Afbragð.
Blonde Redhead - SW [mp3]
14. Menomena - Friend and Foe
Íburðarmikil snilld frá Menomena. Toppaði Iamthefunblamemonster og þá er nú mikið sagt!
Menomena - The Pelican [mp3]
13. Arcade Fire - Neon Bible
Eftir hina mögnuðu Funeral var eftirvæntingin gríðarleg. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum þó Neon Bible nái ekki sömu hæðum og Funeral. Platan varð betri og betri við hverja hlustun og er spilamennskan þéttari og sándið afbragð. Læt fylgja með Windowstill og hið epíska Intervention.
Arcade Fire - Intervention [mp3]
Arcade Fire - Windowstill [mp3]
12. Animal Collective - Strawberry Jam
Strawberry Jame er eflaust aðgengilegasta plata Animal Collective til þessa en stórgóð engu að síður. Ótrúlega heillandi stöff að vanda. Animal Collective til Íslands á næsta ári! Tónleikar þeirra eru mögnuð upplifun.
Animal Collective - Fireworks [mp3]
Animal Collective - Peacebone [mp3]
11. Okkervil River - The Stage Names
Mig grunar að ég sé að vanmeta þessa plötu hrapalega en ég hef einhverra hluta vegna ekki alveg fallið fyrir henni líkt og ég gerði fyrir hinu ljúfsára masterpísi Black Sheep Boy. En með tímanum og fleiri spilunum á þessi plata bara eftir að hækka (þyngjast?) á ánægjuvog Einars.
Okkervil River - Plus Ones [mp3]
10. Tough Alliance - A New Chance
Æskuvinirnir frá Gautaborg, Henning Fürst og Eric Berglund, skipa sænska dúettinn Tough Alliance. A New Chance átti hug minn og eyru strax í frá fyrstu hlustun og var ekki aftur snúið. Freesshh elektró popp.
The Tough Alliance - Miami [mp3]
The Tough Alliance - First Class Riot [mp3]
09. Simian Mobile Disco - Attack Decay Sustain Release
Úr rústum Simian reis Simian Mobile Disco. Hálfgerð remix súpergrúppa. Attack Decay Sustain Release er ansi massív en afar óheilsteypt og tja.. langt í frá fullkomin. En hvað um það, þetta er bara svo helvíti gott stuð! Læt einnig fylgja með hið stórgóða Teenagers remix af It's the beat í bónus.
Simian Mobile Disco - I Believe [mp3]
Simian Mobile Disco - It's the Beat (The Teenagers Remix) [mp3]
08. National - Boxer
Hreint afbragð sem vex við hverja hlustun líkt og með Aligator. Læt mega-hittarana Fake Empire og Mistaken For Strangers fylgja með.
The National - Mistaken For Strangers [mp3]
The National - Fake Empire [mp3]
07. Jens Lekman - Night Falls Over Kortedala
Við erum að tala um Rómantíska kómíkerinn Jens Lekman. Við erum að tala um hnittna texta, fallegar poppmelódíur, flotta strengi og heeelvíti smellið stöff. Við erum að tala um úrvals plötu og við erum að tala um einn skemmtilegasta skemmtikraft árslistans. Við erum ekki tala mikið meira um þetta.
Jens Lekman - A Postcard to Nina [mp3]
Jens Lekman - If I could Cry (it would..) [mp3]
06. Springfactory - Springfactory
Springfactory er í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum og er í framvarðasveit sænska indí-popsins. Ójá þetta var ferskasta poppið í spilaranum mínum í ár. Pínu lo fi en samt ótrúlega gómsætt. Springfactory er dúett (en mér skylst að einhvað hafi fjölgaði í partíinu) þeim Linu og Peter (úr Suburban Kids with Biblical Names) og þau eru ógeðslega hress. Svo hress að maður getur vart hamið sig og getur ekki annað en sungið (glaður í hjarta að sjálfsögðu) með oft á köflum melankólískum og tregafullum textum Linu.
Springfactory - No More [mp3]
Springfactory - Stingy Friday Afternoon [mp3]
05. Of Montreal - Oh Hissing Fauna, Are You The Destroyer
Of Montreal, hugarfóstur hins óútreiknanlega Kevin Barnes, snýr aftur með epískt stöff. Tvímælalaust persónulegasta og besta plata hans (Of Montreal þeas, ég hef alltaf litið á Of Montreal sem hálfgerða einyrkjasveit þó um fullskipað band að ræða) til þessa. Platan er hálfgert ævintýra-dans/popp stútfull af margslungnum útsetningum, tilraunagleði og hressleika. Kevin Barnes er hreint út sagt magnaður lagahöfundur.
Of Montreal - Bunny Ain't No Kind Of Rider [mp3]
Of Montreal - Cato As A Pun [mp3]
04. Deerhoof - Friend Opportunity
Eintóm snilld að vanda frá Deerhoof sem heltekur mann frá fyrstu hlustun. The Runners Four var að mínu mati besta plata ársins 2005 og hafði ég því skrambi miklar væntingar til þessarar plötu. En hei hei sei sei og allt það - hér um enn eina rósina í risastórt hnappagat Deerhoof að ræða. Friend Opportunity er sennilega þeirra auðmeltanalegasta stöff í langan tíma en argasta snilld engu að síður. Platan atarna fór misvel í aðdáendur sveitarinnar sem telja sumir hverjir Deerhoof vera farin að poppa full feitt fyrir sinn smekk. Ég segi ónei sei sei. Þessi brjálæðislegi kraftur, tilraunagleðin og melódíurnar láta jafnvel sænsku indíkrakkana með sína ómótstæðilegu húkka fölna í samanburði. Deerhoof tekst einhvern veginn að ná fullkomnu jafnvægi í öllu þessu rugli og eftir situr maður sveittur og orðlaus við söngl viðkvæmrar en fagrar raddar Satomi Matsuzaki.
Greg Saunier er svo kapítuli út á fyrir sig. Hann er ómennskur. Hendur niður (e. Hands Down) besti trommuleikarinn í heiminum um þessar mundir. Deerhoof voru óumdeildir (á mínu heimili þ.e.a.s.) sigurvegarar Iceland Airwaves í ár. Það er í raun fáránlegt að það sé hægt að skila þessari stemmingu og brjálæði svona vel á plastformið.
Svo má til gamans geta að einkar glæsilegt kover plötunnar var hannað af súperstjörnunni og góðvini Örnu, honum David Shrigley.
Deerhoof - The Perfect Me [mp3]
Deerhoof - Matchbook Seeks Maniac [mp3]
03. Caribou - Andorra
Caribou (áður Manitoba) gaf út sína bestu plötu (só far!) á árinu. Andorra heitir gripurinn og er einskær snilld. Ljómandi sækadelíu elektróník sem grípur mann og heldur í heljartaki frá upphafi til enda. Dan Snaith heldur áfram að þróa sína tónlistarsköpun og er útkoman að þessu sinni algjört meistarastykki!
Caribou - After Hours [mp3]
Caribou - Melody Day [mp3]
02. Panda Bear - Person Pitch
2007 var frábært ár hjá Noah Lennox (úr hinni margrómuðu Animal Collective). Ég veit ekki hvað ég sagt um þessa snilld. Þetta er bara úti þarna einhvers staðar í órafjarlægð. Það virðast ekki vera neinar takmarkanir í listsköpun Noah Lennox. Person Pitch er bara í sérflokki á allan hátt. Fullkomin stjórn á þessari kaótík, öllum þessum layerum og þessari sturlun. Gullfallegt en erfitt að lýsa. Brian Wilson áhrifin alls staðar. Veisla sem krefst gaumgæfilegrar hlustunar.
Það er engin tilviljun að vinyl koverið hangir ofan á hillunni hérna, plötuumslögin gerast vart glæsilegri en þetta.
Panda Bear - Take Pills [mp3]
01. LCD Soundsystem - Sound of Silver
Sound of Silver er sú plata sem heillaði mig mest á árinu. Kannski ekki mikilvægasta plata ársins en ótrúlega massív. James Murphy átti árið 2007 - auk Sound of Silver er hann ábyrgur fyrir hinu brenglaða mixi 45:33 (sem kom út í almennilegri útgáfu) sem hefur fengið að óma ótt og títt úr eplinu. Einnig var hann með puttana í Fabric Live 36 (ásamt Pat Mahoney). Platan Sound of Silver á skilið allt það lof sem yfir hana hefur verið ausið enda er þetta stykki heljarinnar stórvirki sem snertir við manni. Einföld og einbeitt elektróníkin og brothætt en ákveðin (eins kjánalega og það kann að hljóma) rödd Murphy smella fullkomlega. Massívt og djúpt sánd og útsetningarnar afbragð. Ég held það sé óþarfi að reyna koma þessu niður á blað.
Someone Great, lag sem var samið um látinn vin James, er eitt besta lag ársins. Engin tilgerð eða óþarfa rembingur. Gæsahúðastöff.
LCD Soundsystem - Someone Great [mp3]
LCD Soundsystem - Get Innocuous [mp3]
**
Árið 2007 var bara úrvals útgáfuár. Aðrar góðar sem komust ekki á listann voru til að mynda Sunset Rubdown, Akron/Familty, Mirah, Interpol, Battles, Beirut, Justice, Róisín Murphy, Fiery Furnaces, Glass Candy, Chromatics.. ha hmm.. og tja. eflaust margt stöff sem ég man ekki í augnablikinu.
Gleðilegt (komandi) nýtt ár!