pleijlisti Take Me Home!! um mig

febrúar 03, 2008

Holy Smokes! og tilgangslausar staðreyndir.

Heei hó! Tally Ho, Pip pip! Óendanlengur janúar á enda. Úffa, þvílík sæla!

**

Og ekki lengur á niðurleið! Ég er á leiðinni í ræktina (þ.e.a.s. í andlegum skilningi). Það eina sem stoppar mig eru íþróttarskór (eða skortur á slíkum búnaði). Ég get engan veginn sætt mig þessa skó sem eru fáanlegir í Útilíf eða Intersport, ég vil helst bara Jordan körfuboltaskó eða skó með nógu fínum nöfnum, einsog "Nike Dunk Hi Supreme Destroyers" sem fást bara á intranetinu. En ég veit ekki hvort slíkur skóbúnaður muni gagnast mér nægilega vel á hlaupamaskínunni. Hvar fæ ég fressh íþróttaskó?

Einnig er ég farinn að safna skeggi. Ég er hef ekki rakað mig í rúma 5 daga og er kláðinn farinn að ígerast. Ég hef yfirleitt gefist upp eftir max tvær vikur og rakað þennan hárvöxt i andliti mínu af í stundarbrjálæði vegna kláða en nú ætla ég að standa mig. Alskeggvöxturinn mun svo transformerast yfir í glæsilega mottu seinna meir.

**

Skráður á facebook. Alltaf á undan samferðarmönnum mínum. Hér getiði vingast við mig og þar fram eftir götunum. Boðið mér í bíó eða partí. Eða skrifað brandara á "vegginn" minn. Helvítis böst að geta ekki pimpað þetta upp og bætt við glansandi glimmerstöfum og óþolandi blikk-bakgrunni einsog á mæspeis. Sjííii.

**

holymountain

Óhóflegt vídjógláp með tilheyrandi Alejandro Jodorowski sessioni. Afar hressandi. Bíoferð á Persepolis sem var mega fín. Raggi mega-celeb (sbr. Landsbanka-aukakrónu-auglýsingar) er að flýja kuldann á vit ævintýra og fær hér með góða-ferð-kveðju og sorrí-kveðju með að hafa ekki komist til Hauks í gær!

**

Ég er töluverður frétta-sökker og skoða til að mynda mbl.is daglega til að lesa mér til um hrakfarir Britney Spears og úrvalsvísitölunnar. En hei, mogga-blogg. Kommon! Ég er orðinn pínu bitur út í þessa mogga-bloggara. Eiginlega alveg mega-bitur. Ég get vart skoðað mbl.is lengur útaf þessu liði sem er alltaf að troða sínum misgáfulegu skoðunum á allar helvítis fréttirnar. Ég get nefnilega ekki staðist að skoða þetta! Hvað sé um að vera í mogga-bloggheiminum og hvað Guðmundur, eillilífeyrisþegi númer eitt, hefur að segja um versnandi heim og það allt.

Ég get vissulega hætt að væla yfir þessu og og bara sleppt því að skoða bloggin við fréttirnar. En þetta er svo freistandi! Lesa og bölva svo í hljóði einsog gamall bitur kall. Og áður en ég veit er ég búinn að skoða svona 30 blogg og 300 athugasemdir um einhverja grein sem birtist í Sunday Telegraph varðandi að allt sé á niðurleið á Íslandi. Holy moly!

Hér með fordæmi ég þetta mbl-blogg-apatól. Reyndar eru þó þarna undantekningar (sem sanna regluna mína) sem sleppa við fordæmingu mína.

**

Best að róa sig niður eftir svona blammeringar. Músík í belg og biðu. Stephen Malkmus. Pavement hetjan mætt á svæðið með glóðvolga skífu. Ruby Suns einng. Sá svo kvikmyndina Juno um daginn, sem var bara nokkuð fín. Tónlistarvalið var samt mikið betra og afar hjartabræðandi. Kimya Dawson, Moldy Peaches og fleiri. Og einnig tvö frábær koverlög - Sonic Youth koverið af superstar og Sea of Love ástarsöngl Cat Power.

Stephen Malkmus - Wicked Wanda [mp3]
Ruby Suns - Adventure Tour [mp3]
Kimya Dawson - Tire Swing [mp3]
Kimya Dawson - Loose Lips [mp3]
Cat Power - Sea of Love [mp3]
Sonic Youth - Superstar [mp3]

p.s. Talandi, eða ritandi öllu heldur, um tónlist. Hlekkjasíðan mín er ansi illa óuppfærð, en hér eru þrjár eiturhressar síður sem ég mæli með. Sjá!
p-beikon.
Frank.
topp 5 á föstudegi.

Blöögað þann 03.02.08 23:26 | Kommentar (2)