mars 06, 2008
Tvídrangar.
Holy moly. Maður er búinn að liggja í Twin Peaks. Eilítið fyrir minn tíma (rámar þó í þáttinn með íslensku fjárfestunum) og því mikil snilld að sjá þetta allt núna. David Lynch og Mark Frost. Ójá.
**
Ég fjárfesti í sænsku gúmmelaði í síðasta mánuði. Strip Squad. Indí popp með einstaklega skemmtilegum og klúrum textum. The Adventures of Strip Squad heitir gripurinn og fær tvo þumalputta upp frá mér. Þetta er hressandi. Smá bónus: epíska lagið you cream my pants sem hægt er að downloada ókeypis af mæspeis síðu strip squad.
Strip Squad - Unreliable Narrator [mp3]
Strip Squad - Hairless Youth of Bosnia [mp3]
Strip Squad - You Cream My Pants [mp3]
**
Hannes fær sérstakt hrós fyrir að kommenta annað slagið. Ég er þó farinn að halda að hann sé sá eini sem nenni að leggja leið sína hingað. Hmm. Ha? Ekki múúúkk heyrist.. skrifað út í buskann.
**
Ansi vandræðalegt móment úr kastljósinu í gær. Cirka á 3:55. Hillary Clinton auglýsing. Á mjög erfitt með að horfa á það sem kom á eftir.
Blöögað þann 06.03.08 21:38 | Kommentar (6)